Update...

Já datt í huga að koma með smá update hérna...

 Já ég var sem sagt veik í síðustu viku.. hitinn fór þarna á þriðjudagskveldið og ég mætti í vinnuna á miðvikudeginum... mikið rosalega eru börn einhæf í dag!!! Það var nátturulega öskudagur á miðvikudaginn og ég fékk vægast sagt ógeð á lögunum gamla nóa og bjarnastaðar beljurnar!! jiii í alvöru zko hvað var um frumleg heitin...

Það gerðist svo sem ekkert merkilegt í síðustu viku... bara vinna skóli borða læra sofa dæmi.. svo síðustu helgi var ég í fríi.. laugardagurinn fór í það að sofa frameftir og læra... gott að sofa aaaa.... róleg bara á lau kveldið.. bara kúrað uppí sófa með kallinum og horft á dvd. Á sunnudaginn fórum við hjúin á smá rúnt...kolaportið og kaffihús en fórum svo heim í kósýheit... reyndi að læra en heilinn á mér var ekki í standi til þess.

Gærdagurinn var álíka spennandi.. vinna og læra... en í dag.... í dag tók ég þá ákvörðun að sækja um starf deildarstjóra gólfefnadeildarinnar og sótti um það! Mér langar rosalega í þetta starf en heimurinn mun ekki farast ef ég fæ það ekki.. því ég fæ góða stöðu ef ég fæ það ekki.. Mestu máli skiptir fyrir mig að ég hafi allavegana sótt um starfið.

Núna þessa dagana er ég bara að einbeita mér að lokaverkefninu mínu og reyna að bæta upp tímann sem ég er komin eftir á með það... þyrfti samt aðeins fleirri klst í sólarhringinn minn.. En ég er vonandi að hætta á þjónustuborðinu sem þýðir það að ég er ekki að vinna til kl hálf 8 öll kveld.

En jæja best að fara að vinna fyrir kaupinu mínu... er í sýningarsalnum í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ  ég á ekki inneign né peninga til að fjárfesta í svoleis! Hef því voða lítið samband við umheiminn þessa dagana! hehe...   En ef þetta er starf sem þig langar í þá segi ég bara go for it

Ásdís (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:21

2 identicon

krossing mæ fingers for jú!

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 15:36

3 identicon

og hvenær færðu svo svar um deildarstjórann??????????

Jóhanna (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:14

4 Smámynd: CrazyB

á næstu tveim vikum væntanlega....

CrazyB, 3.3.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

My so called life!

Höfundur

CrazyB
CrazyB
Cogito ergo sum!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Fólk

Verslunarfagfólk

Minning

Litlu sætu börnin

Vinir og kunningjar

Blogg hjá vinum og kunningjum..

Nýjustu myndir

  • 3
  • 5
  • 6
  • 4
  • ...dsc00332

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband