Laugardagur, 17. júní 2006
17. júni
Hæ hó jibbí jey og jibbí jey það er komin 17. júní
Andlega hliðin fer ört batnandi og ég er bara í góðu skapi í dag. Ég er samt ekki alveg að skilja afhverju þetta fékk svona rosalega á mig. Jajú ég skil það... en samt ekki, þekkti hann ekkert síðustu ár hans. Var einmitt að rifja upp hvenær ég sá hann síðast. Það var í jarðaför hjá strák frá Hvammstanga. Og ég man bara að ég fékk fiðring í magann og hugsaði hvað hann væri hrikalega flottur í jakkafötum hehe.... já mér þótti ótrúlega vænt um þennan strák og hugsaði oft til hans og systur hans. Partur á mér er samt ánægð að hann hafi loks fundið frið og situr hann eflaust þarna uppi og er að segja brandara eða að upphugsa e-ð prakkarastrik hehehe. Hvað ætli hafi orðið um gleraugun hans hahahaha þau voru nú barasta brandari útaf fyrir sig.
Hey já vitið hva.. mín er að fara í boð á Bessastöðum á morgun Fara að hitta Óla grís og Dorrit hehe. Jabb ég á Bessastöðum hehehehe. Kjartan er nátla í stjórn Hróksins og það er e-r verðlauna afhending í e-i myndsamkeppni fyrir börn sem Hrókurinn var með og Óli veitir þau verðlaun. Kjartani var sem sagt boðið og Hrafn sagði honum að hann ætti endilega að taka mig með
En það er barasta eitt hrikalega stórt vandamál!! Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA????
Ég meina vá í alvöru í hverju á ég að vera.. er búin að vera að gramsa í fataskápnum mínum í dag og bara finnst ekkert passa við þetta tækifæri. Í hverju fer maður þegar marr hittir forsetann??
Jiii svo langar mig geggjað mikið á djammið í kveld, en þar sem ég er að fara að vinna í fyrramálið og já vinkonur mínar allar orðnar svo gamlar að þær nenna ekki að djamma þá verð ég örugglega bara heima.
En jæja er að hugsa um að skreppa aðeins á sólon.. en kallinn er þar að horfa á bolltann... kannski ég fái mér smá í aðra tánna hehe... niii annars.. nenni ekki að labba heim...
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Árið sem ég varð Hitler og Kim Jong Un samtímis
- 1. Maí - Baráttan um fullveldi og auðlindir
- Á Íslandi hefði hann geta fengið 2 ára dóm
- Skattar eru innanlandstollar
- Sigursaga Evrópu í 21 ár
- Dagbjört og verkalýðshreyfingin
- Hvað eiga milljónamæringar að gera við hlutabréfin sín?
- Samsæriskenning dagsins - 20250501
- Lík-ami af brennzlu
- Höfum það rétt, karlmenn mega ekki spila í kvennaflokki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.