Djö líður tíminn!

Já kannski marr ætti að koma með update af manni!!

Er bara búin að vera að vinna á fullu síðan ég kom heim... nátla mikið að gera þegar marr þarf að stjórna deildinni.. djös ves sem fylgir með því en það er bara gaman og krefjandi.

Voða lítið að frétta fór í gærkveldi til Þóreyjar systu og sá litlu skvísu í fyrsta sinn (hún var sem sagt að eignast sitt fyrsta barn fyrir 6vikum) sem er vægast sagt algert krútt!! Ég fékk að heyra fæðingarsöguna og sat bara með krosslagðar fætur og ákvað eftir þessa frásögn að ég myndi ættleiða Gasp Nei í alvöru talað zko.. eeeeuuujjjj.. af virðingu við ykkur þá ætla ég ekkert að fara nánar úti þetta!!

Svo í kvöld þá sótti ég afa og ömmu þar sem þau voru í eitthvað afmæli og fór með þeim heim. Amma var að kaupa svon sjálfvirka ryksugu (bara cool tæki) og vantaði smá hjálp við að lesa úr leiðbeiningunum. Fékk að borða þar mmm kjötsúpu mjög gott.. svo sátum við amma og afi bara og spjölluðum í ca 2klst! Amma sagði svo soldið stór merkilegt þegar ég var að fara.. "Mikið er nú gaman að fá að kynnast þér svona" Ég fattaði þá að ég þekki þau voða lítið.. nema bara að jú þau eru amma mín og afi... Ég er búin að vera fara soldið oft til þeirra undanfarið og bara spjalla og já kynnast þeim.. Það er rosalega gaman að heyra sögurnar sem þau segja af sér frá því t.d áður en þau fóru að búa og margt sem kemur á óvart í þeirra lífi.

Svo segja þau mér líka sögur af pabba gamla.. og ég fór svona að pæla.. þekkir maður foreldra sína? Meina svona alvöru þekkja.. svona eins og maður þekkir vini sína... Það er svo rosalega mikið sem ég veit ekki um líf foreldra minna... en er svona farin að spá meira í og spurja meira útí..

Sögur frá því að amma og afi voru ung eru líka virkilega skemmtilegar.. fyndið að heyra hvernig þetta var allt á þessum tíma.. hvað við höfum það fáránlega gott í dag.. meina amma lærði að þvo fötin sín í einhverjum læk!

Já svo var ég rétt í þessu að fá frábærar fréttir!!! Ég er á leiðinni uppí bústað á laugardaginn að djamma með Jóhönnu og Ásdísi!! VÚHÚ Wizard Það verður nátla bara gegggggjjjjjað fjör!!!

En jæja best að fara að flatmaga í sófanum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey þú gleymdir alveg að segja frá bíltúrnum okkar

Magga (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 22:43

2 identicon

Já spurning hvort maður þekki foreldra sína e-ð voða mikið... jú.. held ég þekki mína nokkuð vel og líka ömmur og afa mína:) gæti ekki hugsað lífið án þeirra! ...og með helgina þá er þetta HEILSU HELGI!!! ég var ekki að djóka áðan sko. bara drekka vatn eða sódavatn og borða ávexti, grænmeti og fitulausan kjúkling ;)

jóhanna (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 19:17

3 Smámynd: CrazyB

Jóhanna mín... heilsu helgi.. bwhahahahahahahahaha!!!! jájá þið getið haft heilsu helgi.... það verður það ekki hjá mér!! hehehe

CrazyB, 15.6.2007 kl. 08:13

4 identicon

Ég held að ég þekki mömmu og pabba nokkuð vel en auðvitað kannski þekkir maður ekki alveg allar hliðar, t.d þekkið þið mig öðruvísi en fjölskyldan mín .... En já heilsuhelgin mikla framundan er komin með fullt af flottum tófú uppskriftum og er búin að búa til nokkra lítra af grænmetissafa með extra miklu brokkolíi. Við verðum svo að hlaupa um naktar í dögginni það er svo gott fyrir sálina

Bjalla í ykkur í dag áður en ég fer í búð! Held að ég eigi ekki eftir að koma neinu að viti í verk í vinnunni ég get ekki beðið eftir því að komast í svetina

Ásdís (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 08:15

5 identicon

Hæ hæ

Fann síðuna þína fyrir tilviljun...

gaman að lesa fréttir af þér...

hafðu það gott :)

Sigrún Heiða (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:57

6 identicon

Hva ertu föst í sófanum????

Magga (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

My so called life!

Höfundur

CrazyB
CrazyB
Cogito ergo sum!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Fólk

Verslunarfagfólk

Minning

Litlu sætu börnin

Vinir og kunningjar

Blogg hjá vinum og kunningjum..

Nýjustu myndir

  • 3
  • 5
  • 6
  • 4
  • ...dsc00332

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband