Helgin framundan

Jájá barasta komin helgi attur.. úff hva þetta líður fljótt..

Er í fríi um helgina og ætlum við skötuhjúin að fara á morgun og finna jakkaföt á hann, svo ætla ég að kaupa mér gallabuxur.. komið gat í klofið á þessum hehe.. svo ætlum við í ikea og sælkerabúðina og e-ð fl. Svo um kveldið er planað að elda e-ð djúsí og hafa það kósý.. sunnudagurinn fer svo í lærdóm!

Næstu helgi er okkur boðið í ammli á föstudeginum útí keflavík.. mín verður edrú því ég þarf að vakna eldsnemma á laugard og fljúga norður á Akureyri.. yebbyebb mín er að fara að telja á Akureyri.. og hver veit nema marr skelli sér á smá djamm líka Ullandi

Það eru 2 búnir að afboða sig í ammlið.. sem er alltí læ.. held ég hafi boðið aðeins of mörgum ehmm... en bara gaman að því..  er búin að ákveða að hafa bara grænmeti og snakk á boðstólnum nenni ekki að gera tartalettur.. nema þá kannski sona 2 fyrir hana jóhönnu mína hehe

Hmm hvað get ég sagt fleirra sniðugt.. já marr.. eða var ég búin að segja frá því ummm... nei held ekki.. ok zko.. frekar spenno fyrir mig hehe.. Já ég sem sagt er að sækja um styrk hjá Mennt til þess að fara í 3 vikur og vinna í flísa verksmiðju á Ítalíu.

Þetta heitir Da Vinci programm eða e-ð álíka og virkar þannig að allir þeir sem eru í starfsnámi, ég fell undir það útaf verslunarfagnáminu, geta sótt um að fara e-ð í evrópu og vinna þar við e-ð sem tengist náminu. Innkaupa kellan fyrir flísarnar í Byko og deildarstjórinn minn voru á Ítalíu um daginn á flísa sýningu og voru að reyna að finna fyrirtæki handa mér í leiðinni.. 3 fyrirtæki sýndu þessu áhuga.. 2 á Ítalíu og 1 í Þýskalandi.. vil frekar fara til ítalíu. Ég sem sagt gerði CV handa þeim.. sem tók asskoti langann tíma.. hún var á ensku nebbla.. og það var sent út í dag

Svo skila ég inn umsókninni til mennt í næstu viku og svo er bara að bíða.. ég færi þá út í 3 vikur í enda maí og ynni hjá fyrirtækinu.. kynnti mér hvernig flísar verða til og allt það.. Ég er með alveg hnút í maganum yfir þessu hahaha.. fara ein út.. og búa ein í landi sem ég kann ekki tungumálið og hef aldrei komið til áður.. jiii hva ég er spennt.

En það er ekkert víst að þetta gangi upp allt saman.. allir að krossleggja fingurnar fyrir Beggu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að við Finnur séum líka að fara í þetta afmæli í keflavík um helgina!

Erna Sif (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 22:43

2 identicon

krossi fingur

magga (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

My so called life!

Höfundur

CrazyB
CrazyB
Cogito ergo sum!
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Fólk

Verslunarfagfólk

Minning

Litlu sætu börnin

Vinir og kunningjar

Blogg hjá vinum og kunningjum..

Nýjustu myndir

  • 3
  • 5
  • 6
  • 4
  • ...dsc00332

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband