Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
IM ALIVE!!!!
Ég biðst afsökunar á þessu bloggleysi mínu!! Búið að vera brjálað í vinnuni og skólanum
En jæja þið viljið víst sögur af helginni....
Við hjúin skriðum sem sagt á fætur kl 09:30 á laugardagsmorguninn og kl 10 héldum við af stað uppí Borgarfjörð. Eftir rúmlega 1.5klst akstur áttuðum við okkur á því að við værum vilt! En á endanum fundum við þetta blessaða veiðihótel þarna í Grímsá. Eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir fengum við ljúffengan morgunverð mmmm.. svo kl 12:30 sótti rúta okkur öll og haldið var á Indriðastaði. Þar tóku 2 stæðilegir piltar á móti okkur og heeeeelllllliiiiiinnnngggguuuurrrrrr af búzi
þarna var sem sagt skipt í lið og farið í keppni. Fyrst voru æfingar til að velja 1strák og 1 stelpu úr hverju liði til að keppa á móti hinum liðunum. Ég átti sem sagt að taka drumbakastið og stígvélakastið.. gékk svo djö vel í æfingunum! svo var þarna að skjóta af boga, axarkast og bumbuslagur en Nina átti að taka það. En það vildi ekki betur til en að í helv drumbakastinu þá gerðist einhver anskotinn í öxlinni og ég var úr leik
En hún Nína stóð sig með príði og strákarnir meikuðu þetta þannig að við unnum keppnina.. ÁFRAM GULLIÐ!! hehehe en það var liðið okkar.. vorum með stríðsdans og stríðsöskur og alles.. þetta var djö gaman.. fyrir utan öxlina! En annar af stæðilegu drengjunnum sem voru að sjá um þetta er víst lærður einkaþjálfari og nuddari.. hann fitlaði þarna aðeins við mig hehehe og sagði svo jájá þú ert bara tognuð í liðböndunum.. fáðu þér bara nóg af bjór þá lagast þetta
Og þið þekkið mig.. ég fer alltaf að læknisráði
Svo var farið á Grímsá og skellt sér í pottinn mmmm það var gott.. svo í sturtu ef sturtu má kalla.. það kom ekkert vatn úr minni þannig ég var hlaupandi á milli herbergja á handklæði að ath hvort ég kæmist einhverstaðar í sturtu.. komst loks í sturtu og svo var bara dressað sig upp og farið og borðað mmmmmmm djö var þetta góður matur!!! Svo voru græjurnar bara stilltar í botn og skellt í sig dansað og sungið og haft gaman að
Svo um kl 4 fór ég uppí rúm og drapst! Svo var vaknað kl 10 daginn eftir og það var bara gengið á allt sem hægt var að ganga á!! Heilsan var vægast sagt ekki góð
Svo fórum við bara heim um kl 12! og beint uppí rúm....
Átti reyndar að fara í vöfflukaffi til pabba.. en sofnaði óvart aftur ehmm á ennþá eftir að hringja í kallinn og biðjast afsökunar á því.
Í dag var svo kynningin á lokaverkefninu hjá mér í skólanum! Hún gekk bara ljómandi vel, við stóðum okkur bara frábærlega vel öll sömul Elfa starfsþróunarstjóri kom og hlustaði á okkur fyrir hönd Byko og hún var það yfir sig hrifin af verkefninu okkar Stefáns að hún tók með sér copy af því og sýndi Ásdísi Höllu forstjóra Byko!!! Og viti menn! Ásdís Halla var það yfirsig hrifin líka að hún bara varð að koma í eigin persónu og fá að sjá manneskjurnar á bakvið verkefnin og hrósa okkur fyrir þau
Ég stóð þarna eins og fucking fífl roðnaði og blánaði til skiptis og náði að æla útúr mér þökkum... svo var hún að hvetja mig til að halda áfram á þessari braut og eitthvað og þá missti ég útur mér.. já ég mun gera það.. ég ætla mér nú að ná sætinu þínu einhvern tíman
Hún bara já endilega stefna stórt.. en leyfðu mér nú að hafa það í nokkur ár í viðbót hahahahaha bara fyndið, hún er alger perla þessa gella!
En jæja best að drulla sér í háttinn.. var að frá kl 8 í morgun til kl 22:30 í kveld og á svo að mæta attur í vinnuna kl 8 í fyrramálið! Vorum að skreyta búðina.. skreytum hús með grænum greinum fallalalala la la la la.... Adju
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"
- Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)
- Hnattvæðingin er á enda
- 48% grunar að Covid faraldurinn sé ásetnings gjörningur
- Gleðilega páska á flekamótum
Athugasemdir
þetta hefur greinilega verið skemmtileg ferð!! :D gott gott! :) ..og til hamingju með þetta rosalega glæsó lokaverkefni beib!!
Jóhanna (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.