AAARRRGGGG!!!

Ég  var búin að skrifa alveg heila *blíp* ritgerð þegar ég rak mig í einhver helv takka og allt þurkaðist út!!!!!

Jæja en þetta var það helsta...

Erum alveg flutt og búin að koma okkur svona 97% fyrir. Bara smá drasl hér og þar sem á eftir að ganga frá og svo kemur borðstofuborðið mitt ekki fyrr en eftir 10vikur (þeir sem eru farnir að spá í ammlis gjöf handa mér Grin þá langar mig í inneign í húsgagnahöllinni eða rúmfatalagernum hehe) Þetta er frábær íbúð í alla staði. Rúmgott svefnherb með góðum skápum, rúmgóð stofa, lítið og nett tölvuherb, lítið en rúmgott wc með góðum skápum, eldhúsið minna en í drápuhlíð en meira skápa pláss. Svo er þetta nálta ekkert niðurgrafin jarðhæð með sérinngangi og þvottaaðstöðu í íbúðinni.. þetta er zko bara draumur í dós!!!

En já svo er það svona það helsta.. á mánudaginn varð kjartan minn 34 ára.. og sama dag byrjaði ég að vinna aftur eftir sumarfrí!!! Dagur nr 2 var í dag og ég er vægast sagt uppgefin... erfitt að byrja að vinna á fullu aftur zko

Svo er ég að vinna alla helgina.. fæ reyndar kannski að fara kl 14:30 á laugardaginn þar sem Þórey systir er að láta skíra litlu skvísu.. bíð spennt eftir að vita hvað hún á að heita!!

En jæja nóg í bili... farin að flatmaga í sófanum...

 


Hlaupið hratt yfir sögu...

Jamm síðan ég skrifaði síðast er þetta búið að gerast...

- Fór norður miðvikudaginn 28.júlí til að sjá Eldur í Húnaþingi (lókal hátið á hvt)

- Fór á ljósmyndanámskeið, magadansnámskeið og dömunámskeið (hefði mátt hlusta betur á Helgu Brögu á dömunámskeiðinu)

- Fór á reunion á laugardeginum og skemmti mér frábærlega (kannski aðeins of vel), gaman að sjá alla krakkana aftur 

- Fór líka á ball á laugardagskveldinu með Sniglabandinu og skemmti mér konunglega (jaa eða svo er mér sagt Blush)

- Vaknaði kl 13 á sunnudeginum ennþá á perunni!!!!! Fann stelpu sem ætlaði suður og lét hana keyra bílinn minn og mig heim (slæmt ástand það zko)

- Þakka möggu kærlega fyrir gistinguna og það allt (og sorry fyrir lyktina sem ég skildi eftir í svefnherberginu)

- Er á fullu að pakka niður og flytja (sem er ekki mitt uppáhald)

- Ætla ekki að djamma fyrr en fyrsta lagi 4.okt!! (vínglas eða tvö með mat er ekki djamm)

Jahá.. back to pakking!!!!

 


Í fréttum er þetta helst!!

Jiii hva marr er latur að blogga ehmm.. en þetta er allvegana það helsta í fréttum.

Byrja að flytja í næstu viku..jeij... Er búin að kaupa mér sófa (rauður og klikkað flottur) stofuborð og hillusamstæðu.. vantar bara borðsofusett.. byrjuð að pakka niður.. en vegna aðgerðarinnar er takmarkað hvað ég get gert...

Ætla að skella mér norður á miðvikudaginn því þá byrjar Eldur í Húnaþingi (bara snilldar hátíð) fer á klst ljósmyndanámskeið á fimmtudaginn og á föstudaginn klst dansnámskeið og svo klst dömunámskeið með Helgu Brögu (djö hlakka ég til) Svo nátla um kveldið eru tónleikar með KK í Borgarvirki (bara klikkað flottur staður)

Svo á laugardaginn er reunionið hjá 82 árgangnum úr Laugarbakkaskóla.. einmitt gamli skólinn minn... það verður húllumhæ og fjör um daginn hjá okkur og svo um kveldið er ball með Sniglabandinu vúhú..

Sem sagt bara asskoti mikið fjör á næstunni hjá mér.. en allavega ætla að reyna að þrífa aðeins hénra heima... (má reyndar hvorki skúra né ryksuga pfffpfff)


Komin heim og allt gékk vel

Jæja já ég er sem sagt komin heim..

Ég vaknaði kl 6:55 í morgun og dreif sjálfan mig og kallinn á fætur. Hann skutlaði mér uppá spítala og þar fékk ég líka þennan "fallega" slopp/náttkjól. Fékk svo einhverjar pillur og lagðist uppí rúm og sofnaði. Var svo vakin þegar farið var með mig uppá 3ju hæð, þar sem skurðstofurnar eru. Þar fékk ég e-ð verkjalyf í æð og svo var sprautað svæfingalyfinu og fuck hvað það var vont.. fann bara bruna tilfinningu uppí olnboga.... og svo vaknaði ég á vökudeildinni... Fyndið hvað marr er ruglaður þegar marr er að vakna úr svona svæfingu, ég t.d hélt ég væri að sofa yfir mig í vinnuna hahahahaha

Mér var svo rúllað niður þar sem ég svaf í 2klst í viðbót... Samt þegar ég var á leiðinni upp þá fór ég að spá... ok ég á eftir að vera þarna steinsofandi með mitt allra heilagasta glennt út og fullt af fólki þarna.. ætli þau hafi skoðað tatooið mitt?? Frekar kreepy tilhugsun.

Svo var ég útskrifuð og Magga kom og sótti mig (ásdís-kjartan hefði náð í mig en mig langaði að hitta möggu) Við fengum okkur að borða á nings því ég var að kálast úr hungri og svo í apotek að kaupa verkjalyf og svo heim.. ég er ennþá hálf dofin og asnaleg.. og það er vont að hósta! held að hausinn á mér sé bara ennþá sofandi hehehe

En allavegana þetta gékk bara mjög vel sagði doksi og allt í gúddí.. er að hugsa um að leggja mig aðeins núna...


Lækna vesen!!

Jæja jámm.. á morgun er "undibúningur" fyrir aðgerðina á miðvikudaginn.... Ég á sem sagt að mæta á kvennadeild landsspítalans kl 9:00 í fyrramálið. Fyrst fer ég ég viðtal hjá lækni sem skráir heilsufarssögu mína og útskýrir fyrir mér aðgerðina. Svo er það viðtal við hjúkrunarfræðing sem ræðir við mig og "skipuleggur hjúkrun sem stuðar að sem bestri líðan minni" (mjög áhugavert allt saman)

Svo annað kveld, kvöldið fyrir aðgerðina, jahá zko...

Milli 19 og 20 þarf ég að gera virkilega óskemmtilegann hlut!! Þarf að passa mig á morgun að borða ekki of þungann mat.... fara í sturtu um kveldið... fjarlægja allt naglalakk og ekki má ég nota krem eða önnur ilmefni (enginn svitalyktareyðir eftir þessa sturtu sem sagt) Skilja alla skartgripi eftir heima.. fasta frá miðnætti og heldur má ég ekki reykja eftir miðnætti...

Aðgerðardagur

Ég á að mæta á kvk deildina kl 7:15 - 7:30!!!!!!! en þá fæ ég lyf til að hjálpa mér að slaka á (vííííí hehe) Aðgerðin tekur ekki nema 15-20 mín.. en ég verð sofandi, thank god for that!! Notað er rafskurðatæki (hmm hljómar einsog e-ð sem rafeindavirki ætti að nota en ekki doksi)

Svo er útlistað allskonar verkjum og kvillum sem ég gæti fengið þegar ég vakna.. hljómar alls ekki spennandí!!! En mér verður víst sparkað heim bara samdægurs! Ég má ekki fara erlendis næstu 2 vikurnar og ekkert kynlíf næstu 5-6 VIKURNAR!!!! (hvaða asna datt í hug að setja þetta þarna!!) og svo er mælt með því að konur í erfiðis vinnu taki sér hvíld í 7-10 daga (mín vinna flokkast sem erfiðis vinna) Forðast skal mikla áreynslu s.s leikfimi, þrekæfingar og erfið heimilisstörf í 3-4 vikur eftir aðgerðina (haha núna eru barasta ÖLL heimilisstörf erfið að mínu mati hehehe)

Jahá.. þetta hljómar bara sona ágætlega... Já magga þú verður að koma og hitta mig.. sp um hvort þú sækir mig ekki bara á spítalann.. kjartan minn verður ábyggilega að vinna!!!

En jæja ætla að fara og horfa á imbann...


Alveg að fara í frí....

Ég á eftir að vinna í dag.. svo mánudaginn og þriðjudaginn og þá er ég komin í frí!!! En ég held svei mér þá að hugurinn sé kominn í frí... marr er e-ð svo eirðarlaus í vinnuni og kemur sér ekki að hlutunum og aj.. bara sona hálfgerð leti í manni... Sem er reyndar slæmt því ég það eru nokkur verkefni sem ég þarf að klára áður en ég fer í frí... Að vísu er þarna fyrsta vikan veikindaleyfi.. er nátla að fara í aðgerðina á miðvikudaginn... hlakka ekkert neitt sérstaklega til.. en þett er bara svona!

Já svo er ég víst að fara að flytja Grin Þetta er íbúð á laugarnesvegi. Jarðhæð, sérinngangur, þvotta aðstaða í íbúðinni, 74fm (2svefnherb) bara helvetti nett íbúð zko.. er samt ekki að nenna þessu flutnings veseni.. eeennnn hlakka samt til að flytja í nýju íbúðina.. (sem er mun flottari en þetta helv ris!)

En jæja best að fara að reyna að gera e-ð herna í vinnuni


I still here....

Neinei magga mín ég rataði alveg heim.. bara búið að vera mikið að gera í vinnuni og svo líka bara bloggleti.. þar að segja hef ekki nennt að blogga!

Ekki mikið að frétta.. það helsta er að núna er ég bara að bíða eftir bréfi frá kvennadeild landsspítalans... en niðurstöður þessara helv leghálsspeglun leiddu það í ljós að ég er með 3ja stigs frumubreitingar og þarf að fara í keiluskurð.. það er víst minniháttar aðgerð sem er framkvæmd með leiser geisla.. var einmitt að spá hvort að læknirinn yrði með svona sverð einsog í star wars í aðgerðinni heheheh djók

Við skötuhjúin erum búin að ákveða að fyrstu vikuna í ágúst ætlum við annað hvort að fara í bústað og hafa það kósý eða að fara á vestfirðina og hitta móður famelýuna hans.. en hann er einmitt frá Þingeyri og móðurfamelían hittist alltaf þar um versló og heldur svona smá útíhátíð.. höfum farið einusinni og það var bara fjör Grin en ég hlakka allavegana voða voða mikið til, enda hef ég lítið séð ástína mína undanfarnar vikur.. Kjartan er nebbla alltaf að vinna á kvöldin núna og er yfirleitt farinn þegar ég kem heim úr vinnuni...

En núna er ég nýbúin að sporðrenna indælis mat sem ég eldaði handa okkur og er að sötra á hvítu... reyndar er ég að vona að einhver hringi óvænt í mig og segji mér að drulla mér á djammið með sér....!! Ætlaði að fara á ball á skaganum.. en nenni ekki að keyra þangað og það er líka bara alltof dýrt inná ballið..

En jæja ætla að fara og kúra uppí sófa með kallinnum,,,


Ættargrill í sveitinni

Já ég kom norður í gær.. aaa hvað er ljúft að komast í sveitina Grin Svo í dag var ættargrill hjá Svalbarðsættinni.. sem sagt ættinni hennar múttu... við komum uppeftir (var haldið í bústað hjá bróður mömmu) og það var bara 20stiga hiti aaaa.. það var spjallað og spjallað og legið í sólbaði og svo var nátla grillað og fengið sér öl.... svo reyndar kom Skúli frændi með tópas flösku og var að bjóða liðinu mjög gott.. reyndar fékk ég smá sjokk þegar amma gamla sturtaði staupinu í sig og bað um annað hehehehehe.... en þetta var sem sagt mjög gaman.. gott veður og góður stemmari.

Ég reyndar vaknaði í morgun og fékk áfall!! SHIT!! ok fyrir mánuði síðan þá vann Heiðar fyrir mig einn laugardag og í staðinn átti ég að taka einn laugardag fyrir hann þar sem hann ætlaði í brúðkaup.. ég sem sagt vaknaði og leit á símann minn og sá 4 missed calls.. bæði frá Heiðari og Hadda aðst versló.. ég bara wow hvað er í gangi og hringdi í hadda... Haddi bara ert þú ekki e-ð að klikka Begga mín.. ég bara ha?? og svo kom.. já ætlaðir þú ekki að vinna fyrir Heiðar í dag?? Ég fékk vægt taugaáfall... var nátla búin að steingleyma því!! Fuck hvað mér leið illa!!! Bauðs meir að segja að bruna í bæinn!! en þess þurfti ekki... en mér sem sagt líður ennþá illa yfir þessu Frown agalegt að klikka á svona!

Núna væri ég alveg til í að kíkja aðeins á Síróp (barinn hérna) en því miður þá eru foreldrar hennar möggu ekki heima... þannig að engin pössun.. þannig að planið fyrir kveldið er víst bara að slappa af hérna heima.. fá sér smá hvítt og semí snemma að sofa... vakna svo eldhress á morgun.. kíkja í selasetrið (selasafnið sem var að opna hérna) og keyra svo heim seinni partinn...


Hor og vondir læknar!!

Jámm og jæja... Dagur nr 2 þar sem ég er heima að snýta mér..

Held svei mér þá að ég sé búin að snýta úr mér heilanum og að hausinn á mér sé fulllur af hori. Ekki gaman!! Sérstaklega ekki þar sem ég ætla að fara norður á föstudaginn!!!! Ætla að fara í vinnuna á morgun.. hlýt að skána í dag..

Já svo fékk ég bréf frá krabbó í gær um að ég þyrfti að fara í leghálsspeglun.. jæja ég hringdi og fékk bara strax tíma í dag kl 14:00... ég og mitt hor fórum áðan og JEDÚDDA MÍA!! Kannski af því ég er svona slöpp eða þá var þetta kannski verra en shit! Þetta var bara vont Frown Helt að kellan ætlaði rífa úr mér legið eða e-ð álíka... og þessar 20mín virtust vera margar klst!! Pant ekki þurfa að fara í svoleiðis aftur! Eeeennn þetta er nátla nauðsynlegt.. að fara í leghálsskoðun reglulega.. sérstaklega ef þú reykir og stundar kynlíf... svo voru e-r fl þættir sem spila inni þarna líka.. Ég sem sagt er með e-r frumubreytingar sem eru í raun ekkert hættulegar en ef það er að endurtaka sig aftur og aftur þá þarf marr að faraí þessa leghálsspeglun.. svo ef þörf er á þá þarf marr að fara í e-ð sem heitir keiluskurður.... vona bara að þetta sé ekkert þannig að ég þurfi ekki að fara í það... Er sko vægast sagt helaum núna.,...

En jæja best að fara og snýta sér.. það er smá 5ára fýlingur í gangi zko.. hor að leka niður euuujjjjjj


Ég á alltof stóra fjölskyldu!!

Já ég var bara að átta mig á þvi að ég á alltof stóra famelíu!!

Ok segjum sem svo að ég myndi ætla að bjóða t.d í brúðkaup og hafa bara mömmu + stjúpa, pabba, systkini + maka og þeirra börn og afa og ömmur... það gera 29 manns!!

Jæja svo tökum við mömmu fjölskyldu.. systkini hennar + maka +börn og þeirra maka og börn.. þar eru 65 manns....

Svo er það famelían hans pabba. þar eru ca 35manns

Svo er það famelían hans stjúpa.. þar eru ca 30manns

Jahá þetta yrði þá veisla uppá 160 manns ca... BARA FAMELÍAN MÍN!!! úffff... þetta væri yfir 200 manna veisla ef ég færi að telja upp ættina hans kjartans líka!!!

Jahá.. sp um að fara að finna sér uppáhalds fjölskyldu meðlimi áður en marr fer einu sinni að hugsa um að gifta sig!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

My so called life!

Höfundur

CrazyB
CrazyB
Cogito ergo sum!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Fólk

Verslunarfagfólk

Minning

Litlu sætu börnin

Vinir og kunningjar

Blogg hjá vinum og kunningjum..

Nýjustu myndir

  • 3
  • 5
  • 6
  • 4
  • ...dsc00332

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 528

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband