Laugardagur, 10. nóvember 2007
Crazy vika!!
Já vikan sem er að líða var vægast sagt crazy!!!
En áður en ég segji frá henni þá vil ég óska henni dísu minni til hamingju með 25ára ammlið á fimmtudaginn.. gellan er á fullu í prófum og hef ég ekki getað hitt hana!! Gjöfin þín er í bílnum mínum skan...
Jæja já.. var að vinna í breiddinni frá 10-18 í breiddinni og til kl 10 öll kveld í vikunni í kauptúni, nýju byko búðinni sem var verið að opna í gær.. klikkað stór búð!! Samt líka klikkað flott.. Var þarna á föstudaginn til að hjálpa til og omg!!! Geðveikin sem var þarna!!! úff.. fólk getur vægast sagt tapað sér stundum!!
Svo föstud kveldið þá bauð í pabba gamla í mat... en hann átti ammli þá kallinn.
Mér líður þreytt... er illa sofin.. búin að sofa mjög fáa klst í vikunni! Er einsog fimm ára barn þegar kallinn er ekki heima.. einnig lætur myrkfælnin kræla á sér þegar hann er í burtu.. en það eru bara 3 dagar þangað til ástin min kemur heim!!!
Var með smá dekur kveld.. fór í langa sturtu og dundaði ég mér að setja á mig maska og lakka á mér táneglurnar og sonna dót.. fékk mér svo gott að borða og hvítvín með.. búin með 3 glös og já ehmm... held ég sé barasta orðin drukkin. held að ég drepist ef ég fæ mér annað!!!
En jæja vinna á morgun mánud og þriðjud og svo ætla ég að vera í fríi á miðvikud!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Úfffff og meira úfff
Jæja já...
Afmælið heppnaðist stórkostlega.. takk fyrir mig allir
Að vísu var ég alveg búin á því um miðnætti og meikaði ekki að fara í bæinn og djamma því var nú verr og miður.. en þetta var mjög góður dagur.
Var sem sagt með kaffiboð fyrir famelíuna kl 15:00 og svo party um kvelidð....
Vikan sem er að líða var frekar crazy.. ég held að ég hafi tekið að mér of mikið af verkefnum... allavegana var ég vægast sagt alveg að missa það í dag.. en ég hélt haus og þraukaði í gegnum daginn.
Planið í næstu viku.. vera grasekkja... nota öll hádegishlén mín til að fá útrás í ræktinni.. og já vinna!!!
Er núna að flippa á youtube í þvílíku nostalgíu kasti! Er til dæmis að hlusta á Mel C og Never Be the same again.. en ég dýrkaði þetta lag þegar ég var yngri.. og geri víst ennþá.. frábært lag. semý frábærar minningar.
En jæja ætla að u know.. eyða tímanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Er ennþá á lífi!
Neinei Jóhanna mín ég er ennþá á lífi, bara soldið mikið að gera hjá mér í vinnuni og að plana laugard..
Magga æltar að vera svo æðisleg að koma í bæinn á föstudaginn og hjálpar mér við baksturinn, svo ætlar mútta að gera brauðtertur fyrir mig mmmm svo finn ég e-ð gott til að gera líka.... Svo ætlar vinur hans kjartans að lána mér coctel bækur svo ég geti gert góða bollu mmm
Borðstofu borðið mitt ætti að lenda á morgun heima hjá mér.. eða ég ætla rétt að vona það.. því var allavegana lofað!!!
what else.. jább ég er hætt við að fara til Prag... þetta reyndist vera miklu dýrara en við héldum, þannig að kallinn fer bara einn út í leiser..
En já ætla að halda áfram að skrifa niður það sem þarf að kaupa fyrir laugard
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 19. október 2007
Vika í stórafmæli!!
Jiiidúdda mía zko!!
25.ára eftir viku.... 9125 daga.... 2190000klst..... 13140000mínútur..... og óteljandi sekúndur (eða svo segir reiknivélin mín allavegana)
Þegar ég var ca 12 ára þá hafði ég þetta allt saman á hreinu svona átti þetta að vera þegar ég væri orðin 25 ára:
Búin með stúdentinn og orðin hárgreiðslumeistari.
Búin að opna mína eigin stofu.
Búin að kaupa mér íbúð (á Akureyri NB)
Búin að gifta mig.
Orðin ólétt af fyrsta barninu.
Hehehehehehehe ok then sem sagt ekkert af þessu hefur ræst.. sem er reyndar soldið depressing ef ég fer að hugsa of mikið um það... ja kannski ekki ég vil ekkert af þessu í dag hahahaha...
Jamm það verður sem sagt tvískipt afmæli hjá mér, kaffiboð kl 3 handa eldra liðinu og barnafólkinu og svo vilt party um kveldið handa systkynum, mákonum og vinum og vandamönnum. (ef þú hefur ekki fengið boðs sms þá annað hvort hef ég gleymt þér eða þá að þér er einfaldlega ekki boðið)
Já á morgun mun ég skunda til selfossar á litla sæta jeppanum sem byko á og aðstoða sveitaliðið í að telja í Byko selfossi.. eninga mengina, öllum vantar peninga!!
Senn fer svo að líða að jólum... jólagjafir verða keyptar í stafrósröð og ákveðin peningarupphæð ákveðin fyrir þær allar... þannig ef stafurinn þinn er seint í starfróinu þá getur verið að ég verði búin að eyða öllum jólagjafarpen áður en ég kem að þér og þá færðu bara t.d flísaprufu já eða parketprufu í jólagjöf hehehehe
jæja ætli marr veri ekki að sulla þessu hvítvíni í sig og koma sér í háttinn!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. október 2007
Loksins ný færsla!!!!
Já og kominn tími til!!!
Jæja Amsterdam ferðin.
Fimmtudagur: farið á fætur (með treg) kl 4:00. Brunað uppí flugstöð og flogið kl 7:55. Lent í amster kl 15:10 að staðar tíma. Komið uppá hótel hent. Herbergið ekki tilbúið þannig að við geymdum töskurnar og fórum á Hard rock að fá okkur að borða. Eftir matinn fórum við og fengum herbergislyklana, skiptum um föt og rölltum um. Fundum okkur ítalskan stað og fengum okkur klikkaðar pizzur! Fórum svo snemma í háttinn.
Föstudagur: Sofið til hádegis. Röllt á írskan pöbb og fengið sér að borða súpu sem var asskoti góð. Svo röltum við í bæinn og kíktum í nokkrar búðir. Ég keypti mér 2 hettur peysur... (verslaði ekki mikið) svo var bara bærinn skoðaður.Um kveldið var svo farið með öllum hópnum á e-n ítalskan stað sem var búið að panta borð fyrir okkur á. Staðurinn var vægast sagt troðinn og þjónustan ekki uppá marga fiska.. forrétturinn og eftir rétturinn voru frábærir en aðalrétturinn var vibbi. Ég átti að fá nautasteik en hún var búin í húsinu þannig í staðin fékk ég e-ð kjöt sem bragðaðist einsog lifur!! svo bað ég um auka sósu og þá kom hann með sósu í súpudiski og ekki einu sinni sömu sósu og ég bað um pfffff... Svo var farið á á e-n skemmti stað.. sem var ömurlegur.. þannig að við röltum uppá hótel.. með mörgum drykkjar stoppum... og fengum okkur í glas þar áður en við fórum í háttinn.
Laugardagur: Sofið til hádegis. Súpa á írska pubbnum. Röllt í Van Gogh safnið og svo rölt bara um bæinn þar sem ég fann gegt sætann kjól til að vera í á árshátíðinni. Kl 17:00 var hringt og við minnt á að hittingurinn væri eftir hálftíma.. við hlupum á methraða uppá hótel (komum uppá hótel kl 17:25) og ég var tilbúin kl 17:45!! asskoti snögg þar. Svo var farið hinum megin við götuna á flottann veitingarstað og þar sem við héldum árshátíðar kveldið... geggjaður matur marr.. mikið drukkið mikið gaman. Svo áttum við að fá sér herbergi á staðnum eftir matinn en það herb var ekkert herb bara barinn á staðnum og ekki einu sinni nóg sæti fyrir okkur öll.. þannig að við fórum yfir á hótel barinn og fórum þar í happdrætti og sonna.. svo var mín bara orðin asskoti drukkin þannig að mín fór að lúlla uppúr 2!
Sunnudagur: sofið til hádegis. súpa á írska. Ákváðum 4 að fara í rauða hverfið þannig að það var tekið taxa þangað.. mikið hlegið að gluggunum og nokkrum sinnum sagt ojjj yfir feitum kellum um 50 í undirfötunum einum. Ákváðum svo að skella okkur á Live sex show.. sem ég var í byrjun mjög mótfallin.. en þar sem marr gerir svona aðeins einu sinni þá ákváðum ég að ég yrði að sjá þetta.. jæja og þetta var ekkert spes.. hundleiðinlegur strippdans og frekar bara já ömurlegar ríðingar uppá sviði... pfff.. en marr er allavegana búin að sjá þetta. Svo um kveldið var farið að borða á ítölskum stað.. bestu pizzur sem ég hef smakkað.. svo snemma í háttinn.
Mánud: vaknað snemma.. farið heim!!
Þriðjud: vaknað seint.. þvegið og gengið frá eftir ferðina.
Miðv: Mætt í vinnu og unnið einsog mófó
Fimmtud: Vinna vinna vinna
Jahá þá er það komið.... reyni að skrifa oftar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Amsterdam á morgun!!!
Jebb jebb þetta er allt að gerast.
Ég var á Akureyri síðustu helgi. Fór á fimmtudaginn og kom á sunnudaginn. Talning í Byko zko.. Þetta var helvetti erfið törn en samt skemmtó.. það var aðeins skellt sér út á laugardagskveldið með hópnum. Vorum samt komin uppá hótel um kl 2... vinna 9 á sunnudeginum. Svo var flogið heim kl 20:25 á sunnudagskveldinu.. gjörsamlega búin á því bara!!
Svo var bara vinna á mánudaginn og í gær var ég á millistjórnenda námskeiði allan daginn og úffff.. ég var þreyttari eftir það að sitja allan daginn heldur en að vera á fullu í vinnuni!!! Skrítið..
Svo í dag er marr bara að gera allt reddý fyrir amsterdam ferðinin vííí.
Svo þegar ég kem heim í næstu viku þá verður tekið ákvörðun um hvað eigi að gera í þessum ammlis málum.. ég læt ykkur vita..
En jæja best að drífa sig að klára að þrífa og sonna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 20. september 2007
Ný færsla!
Jæja já.. hmm
Líf mitt snýst í kringum vinnuna núna.. geri ekki annað en að vinna!!
Marr þarf að safna pening fyrir Amsterferðinni og nýja borðstofu settinu mínu og já Prag ferðinni líka
Ég er sem sagt að fara til Amsterdam 4.okt - 8.ok. Árshátíðarferð með vinnunni hans Kjartans. Svo er nýja flotta borðstofuborðið mitt að lenda í okt og já svo á marr nátla ammli þarna í enda okt (veit ekki ennþá hvað ég ætla að gera í því) og svo æltum við skötuhjúin að stefna á það að fara helgarferð til Prag 1-5 nóv. Já eða ég fer helgarferð hann verður e-ð áfram og fer í laser augnaðgerðina.
Næstu helgi er ég að telja í Byko Hringbraut og svo á miðvikudaginn í næstu viku fer ég á Akureyri að telja og verð fram á sunnudag.. bara fjör zko.
Vinir Vors og Blóma eru að spila á Players á laugardaginn.. ég auglýsi hér með eftir einhverjum til að fara með mér.. Ásdís kann ekki lengur að vera innan um fólk bara bækur... en mig langar að fara og nenni ekki ein!!!! Á ég einhverja vini þarna úti????
Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera í þessu afmælisdóti?? er alveg tóm bara!!! Kannski marr haldi bara lítið kaffiboð. Bara nánustu fjölskyldumeðlimir.. eða kannski svaka party.. nenni bara ekki að þrífa eftir það og þetta má ekki kosta mikið.. prag ferðin helgina eftir. aj þetta kemur í ljós von bráðar.
En já marr situr í vinnunni og telur niður þangað til marr kemst heim.. það eru 8 mín þangað til..
Var þetta nóg fyrir þig Ásdís????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 9. september 2007
Wazzup
Jæja já.. ekki mikið búið að gerast undanfarið hjá mér.
Bara vinna vinna og aftur vinna....
Var í fríi í gær og í dag.. djö er það ljúft... fór í nudd í gær því bakið var að drepa mig.. Hélt ég ætlaði í rólegt og afslappandi nudd.. eeeennn neeeeiiiii sagði gellunni þegar ég pantaði að ég væri að drepast í bakinu og hún skráði mig í:
Shiatsu: Japanst listanudd, þrýstipunktanudd og teyjur, losar sérstaklega m háls, axlir, bak og mjaðmir. Mjög nákvæm og djúp meðferð sem skilar árangri. Æskilegt að vera í léttum fötum
Þetta var klikkað vont marr þegar á þessu stóð.. en gerði vægast sagt kraftarverk!! Bakið á mér er hundrað sinnum betra!!
Svo átti ég pantaðann tíma í klippingu á Skjöldur 101 (hárgreiðslustofan hans Skjaldar Eyfjörð) var búin að ákveða að gera einhverja geðveika breytingu.. og viti menn þessi maður er snillingur.. ég er sem sagt með svart hár með rauðum strípum hér og þar.. bara klikkað flott!! svo klippti hann líka flottann topp á mig og sonna... ég er bara ánægð með þetta ;)
En svo í kveld þá ætla ég og pabbi gamli að skella okkur í leikhús.. ætlum í Borgarleikhúsið á Lík í óskilum.. hlakka til að gera það..
Svo er það bara vinna á morgun og já ætli ég verði barasta ekki að vinna næstu 3 helgar.. talningarnar eru að byrja!!! En jæja er að hugsa um að fara að ákveða í hverju ég ætla að vera í kveld og solleiðis....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Tár, bros og takkaskór.. já eða e-ð!!
Bara láta vita að ég er á lífi.. með naumyndum... brjálað að gera í vinnuni.. stressið að drepa mann og marr orðin svo þreyttur að marr drekkur tugi bolla af kaffi á dag!!
Skrifa vonandi meira um helgina!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
18.ágúst- Menningarnótt
Gærdagurinn var hinn besti dagur bara.
Var að vinna til kl 14:50 (átti að vera að vinna til 14:30) Brunaði heim og fór í sturtu og hafði mig til á met tíma. Svo var brunað uppí Grafarvog, en við vorum orðin sein í sírnina! Þegar ég átti svona 3mín eftir á áfangastað hringdi litla systa og bara.. er langt í ykkur? Það er neflilega verið að bíða eftir ykkur!!! Svo þegar við komum í Grafarvogs kirkju þá sátu bara allir þar voða rólegir. Presturinn bara jæja Rebekka mín þú ertu nú loks komin.. mig langaði að láta mig hverfa hehe.. en það voru allir voða rólegir á því og ekkert stress í gangi. Þórey systa vildi bara hafa öll systkinin sín hjá sér og þess vegna biðu þau.. en þetta var nú bara ca 10mín...
Litla prinsessan fékk nafni Þórkatla Júliana. Mamma hennar Þóreyja heitir Þórkatla og svo langaamma hennar Þóreyjar hét víst Þórkatla Júliana. Þaðan kom nafnið... bara ágætis nafn.
Svo var farið í veislu og etið kökur og með því... svo þurfti Kjartan að fara og hjálpa vini sínum að grilla í e-i veislu þannig að ég skutlaði honum þangað og fór svo heim.
Ég ákvað þá að skella mér niður í bæ aðeins og tékka á menningunni. Ég nennti ekki að fara á bílnum tekur alltaf heila eilífð að finna stæði og sonna.. þannig að ég ákvað að gerast hugrökk og taka strætó!! Hehe það var alveg ágætis grunnskóla fílingur í því zko... Ég rölti svo niður Laugarvegin í góðu yfirlæti og skoðaði helling af búðum og uppákomum.
Svo hringdi pabbi í mig og var e-ð að spyrja útí tónleikana á Miklatúni og ég ákvað bara að draga kallinn með mér á tónleikana því ég heyrði á honum að hann nennti ekki einn en langaði að fara.. fínt þá þurfti ég ekki að vera ein á tónleikunum. Þannig að við fórum saman á tónleikana og svo fórum við og horfðum á flugeldana saman.. alltaf gott að eyða stund með pabba gamla.
En ég komst að því að það er bara ágætt að fara svona rölt niður laugarvegin ein.. hélt mér myndi leiðast það.. en það var bara mjög fínt! Vera bara einn með sjálfum sér innan um allt þetta fólk.
En svo eftir tónleikana þá fór ég heim og ætlaði að fá mér eitt hvítvínsglas fyrir svefninn.. ég held að ég hafi ekki náð að fá mér hálft glas áður en ég sofnaði í sófanum!
Núna er marr bara í sýngarsalnum að tjilla.... ekki mikið að gera í búðini.. þorri borgarbúa er örugglega ennþá sofandi.. eða að rumska.. sumir að deyja úr þynnku.. aðrir ennþá fullir.. og enn aðrir ennþá að skemmta sér.
En ég á eftir að vera hérna í 5.5klst í viðbót og þá fer marr heim og leggur sig!!
But well back to work.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf