18.ágúst- Menningarnótt

Gærdagurinn var hinn besti dagur bara.

Var að vinna til kl 14:50 (átti að vera að vinna til 14:30) Brunaði heim og fór í sturtu og hafði mig til á met tíma. Svo var brunað uppí Grafarvog, en við vorum orðin sein í sírnina! Þegar ég átti svona 3mín eftir á áfangastað hringdi litla systa og bara.. er langt í ykkur? Það er neflilega verið að bíða eftir ykkur!!! Svo þegar við komum í Grafarvogs kirkju þá sátu bara allir þar voða rólegir. Presturinn bara jæja Rebekka mín þú ertu nú loks komin.. mig langaði að láta mig hverfa hehe.. en það voru allir voða rólegir á því og ekkert stress í gangi. Þórey systa vildi bara hafa öll systkinin sín hjá sér og þess vegna biðu þau.. en þetta var nú bara ca 10mín...

Litla prinsessan fékk nafni Þórkatla Júliana. Mamma hennar Þóreyja heitir Þórkatla og svo langaamma hennar Þóreyjar hét víst Þórkatla Júliana. Þaðan kom nafnið... bara ágætis nafn.

Svo var farið í veislu og etið kökur og með því... svo þurfti Kjartan að fara og hjálpa vini sínum að grilla í e-i veislu þannig að ég skutlaði honum þangað og fór svo heim.

Ég ákvað þá að skella mér niður í bæ aðeins og tékka á menningunni. Ég nennti ekki að fara á bílnum tekur alltaf heila eilífð að finna stæði og sonna.. þannig að ég ákvað að gerast hugrökk og taka strætó!! Hehe það var alveg ágætis grunnskóla fílingur í því zko... Ég rölti svo niður Laugarvegin í góðu yfirlæti og skoðaði helling af búðum og uppákomum.

Svo hringdi pabbi í mig og var e-ð að spyrja útí tónleikana á Miklatúni og ég ákvað bara að draga kallinn með mér á tónleikana því ég heyrði á honum að hann nennti ekki einn en langaði að fara.. fínt þá þurfti ég ekki að vera ein á tónleikunum. Þannig að við fórum saman á tónleikana og svo fórum við og horfðum á flugeldana saman.. alltaf gott að eyða stund með pabba gamla.

En ég komst að því að það er bara ágætt að fara svona rölt niður laugarvegin ein.. hélt mér myndi leiðast það.. en það var bara mjög fínt! Vera bara einn með sjálfum sér innan um allt þetta fólk.

En svo eftir tónleikana þá fór ég heim og ætlaði að fá mér eitt hvítvínsglas fyrir svefninn.. ég held að ég hafi ekki náð að fá mér hálft glas áður en ég sofnaði í sófanum!

Núna er marr bara í sýngarsalnum að tjilla.... ekki mikið að gera í búðini.. þorri borgarbúa er örugglega ennþá sofandi.. eða að rumska.. sumir að deyja úr þynnku.. aðrir ennþá fullir.. og enn aðrir ennþá að skemmta sér.

En ég á eftir að vera  hérna í 5.5klst í viðbót og þá fer marr heim og leggur sig!!

But well back to work.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað fæ ég að éta á laug?? :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: CrazyB

Þú færð súrsaða hrútspunga í forrétt, svið í aðalrétt og svo skyr í eftirrétt

CrazyB, 24.8.2007 kl. 10:19

3 identicon

mmm... my favorite!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  líka rosa gott að hafa súrsæta sósu með sviðunum!

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 17:11

4 identicon

Já og grillaðir hrútspungar með BBQ sósu mmmm.... bara best í heimi  verður svo ekki volg mysa með til að skola góðgætinu niður??  hún má ekki vera áfeng fyrir mig en spurning hvort að Jóhanna þurfi ekki smá vodka út í hana  hehe.... sé ykkur túmorró!!!

Ásdís (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 00:30

5 identicon

neinei ekkert áfengi fyrir mig!! ætla sko ekki að drekka áfengi fyrr en.... hmm... kannski næstu helgi. ágætt að taka svona eina helgi frí!!! nema maður fái sér kannski e-ð í næstu viku uppí bústað! :) ohh... já held það. er ekki skylda að drekka allavega smá áfengi í bústaðaferðum?? 

annars er ég kannski bara hætt að drekka.. verð bara edrú alltaf í vísó og svona. sándar það ekki vel?? ahahahha.... DJÓK

Johanna (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 09:53

6 identicon

Takk fyrir matinn í gær! Þetta var ROSA gott  kláraðiru hvítvínið? ég frétti að djammbannið hafi farið út um þúfur hahaha....

Ásdís (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 18:10

7 Smámynd: CrazyB

hehe nei það er hellingur eftir ennþá af hvítvíninu.. já ég skrapp út í alveg heila klst.. kíkti á ball á players... meikaði sem sagt ekki meira en klst!!! jiii hvað marr er orðin gömul!!!

CrazyB, 27.8.2007 kl. 18:38

8 identicon

já takk fyrir matinn! rosa jammí!! :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

My so called life!

Höfundur

CrazyB
CrazyB
Cogito ergo sum!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Fólk

Verslunarfagfólk

Minning

Litlu sætu börnin

Vinir og kunningjar

Blogg hjá vinum og kunningjum..

Nýjustu myndir

  • 3
  • 5
  • 6
  • 4
  • ...dsc00332

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 528

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband