Færsluflokkur: Bloggar

Ég á ammli eftir 6 vikur!!!

Jæja gott fólk.. þessi vika var barsta helvetti fljót að líða..

Síðustu helgi þá fór ég á djammið með Lind og vinkonum hennar, skelltum okkur á skímóball djö var það gaman... allavegana fyrri hlutinn.. held að það hafi verið gaman seinni hlutann líka.. segjum bara svo að ég er hætt að drekka skot!!! þetta er anskoti hættulegt helvíti... ehmm sunnudagurinn var helvíti.. vaknaði um kl 1 og vá úff.. ég var barasta röflandi drukkin ennþá zko.. ætla að taka mér drykkjar pásu til 28.okt..

Talandi um það... ég á afmæli eftir.. 6 vikur.. vúhú.. og mín ætlar að halda partý þar sem nokkrum útvöldum verður boðið í.. ef þú færð ekki boðskort.. já eða smsboð.. þá kemstu ekki inn hahaha Þögull sem gröfin  Er reyndar ekki álveg komin með gestalistann á hreynt.. en ætli þetta verði ekki fámennt en góðmennt.. eða e-ð álíka!

Er mest hrædd um að allir verði of busy til að koma í ammlið til mín! Neee kommon.. etta er ammlið mitt... það hljóta nú e-r að koma hehe

Skólinn gengur fínt.. gaman að læra e-ð nýtt um starfið.. já og sjálfan sig...

Já og vá marr.. ég gleymdi næstum.. er að fara á Nick Cave tónleika annað kveld! jiii mín er bara orðin spennt zko.. hlakka ekkert smá til í að heyra í þessum snillingi live.. víííi´

En jæja best að henda mér í sófann og slappa af.. er að vinna alla helgina.. ekki veitir af afslöppuninni Hlæjandi


jájá

Jæja já.. vikan sem leið er búin að vera fljót að líða... breytti flísadeildinni Brosandi tókst bara helvetti vel þó ég segi sjálf frá..

Vá komst að því að þegar bestu vinkonur manns gerast námsmenn þá er enginn tími fyrir annað.. svo eignast þær væntanlega aðrar vinkonur úr náminu, einhverjar með sama markmið og allt það.. líður soldið einsog ég sitji eftir á meðan þær halda áfram.. frekar ömurleg tilfinning.. sakna þeirra hevy.. það er skímó ball í kveld og draumurinn væri að fara á það með þeim.. en marr fær víst ekki allt sem marr vil....

Fór og keypti mér ný föt í dag til að fara í á djammið í kveld.. þar að segja ef það verður e-ð djamm! Vá hvað ég er einmanna e-ð!!! dísus.. jæja jú ég ætla á djammið.. Fer bara með Heiðari alltaf gaman að djamma með honum..

En jæja verð að drullast í sturtu og sonna...


Það er leikur að læra...

Jamm skólinn byrjaður aftur og mikið að gera í vinnuni...

Hef verið frekar busy til að blogga.. en ætla svona að reyna að bæta úr því hérna...

Þessi helgi var nú bara frekar róleg, á föstudaginn var bara farið snemma að sofa, vinna á laugardaginn. og í gær kíkti ég til Reynirs til að máta litla prinsinn... hann er alger dúlla Brosandi Hann var skírður í dag.. er ekki búin að fá sms til baka frá Reyni um nafnið... hehehe Reynir sagði að það væri Prins Blær í gær hahaha.. en svo sagði hann Romeo og e-r fl nöfn er spennt að vita hvað guttinn heitir...

Magga og Ársæll eru í bænum þau komu og hittu mig í vinnunni í gær svo fórum ég og Magga á kaffihús í gærkveldi, það var frekar notalegt, langt síðan ég hef farið á kaffihús að spjalla.

Svo í dag var vaknað um hádegi og haldið áfram að læra... og læra.. og læra.. Er að gera verkefni í verkefnastjórnun og þarf að gera tímaáætlun og fullt af áætlunum og dóti... Ætla að endurraða aðeins í flísadeildinni það verður bara gaman..

Í næstu viku er svo planið að reyna að drulla mér aftur í ræktina.. þetta ástand gegnur ekki lengur zko.. finn þokkalega mikið fyrir öllum þessum 10 aukakg!!! Djös drasl... en eins og ástandið hefur verið i vinnunni þá hefur marr ekki haft orku til þess að fara í ræktina.. djös mannekla! En það er nú búið að skána... thank god.. komin tími til að hugsa aðeins meira um sjálfan mig og minna um alla aðra!!!

Já talandi um vinnuna.. fékk fremur slæmar fréttir í síðustu viku! Jónsi aðst versló er að hætta.. er ekki sátt zko! En hann fékk mun betri vinnu þannig að gott fyrir hann... Hans verður sárt saknað held ég af öllum Gráta

En jæja er að hugsa um að drífa mig bara í rúmið.. 


Tilfinngar dagsinns!

SKUNK ANANSIE LYRICS

"Twisted (Everyday Hurts)"

I CRIED ON MY BLOOD DAY
THERE WAS NOTHING THAT I COULD HOLD ON TO
JUST A LINE COULD HAVE HELPED
REMIND ME OF YOU, OF YOU

I SCREAMED TILL THE BLOOD CAME
I WAS LIVING IN A CLOUD OF HOPE
LOVER`S KISS,
THEN THEY MAKE A WISH TO THE END,
THEY PRETEND

CAUSE EVERYDAY HURTS A LITTLE MORE,
AND EVERYDAY HURTS A LITTLE MORE
AND I`LL DO ANYTHING
YES I`LL DO ANYTHING
TO BELONG, TO BE STRONG
TO SAY THERE`S NOTHING WRONG

EVERYDAY HURTS A LITTLE MORE
`COS EVERYDAY HURTS A LITTLE MORE
AND I`LL DO ANYTHING
YES I`LL DO ANYTHING
TO BELONG, TO BE STRONG
TO SAY THERE`S NOTHING WRONG

EVERYDAY HURTS

I CRIED IN THE SUNLIGHT
WOULD I FAKE ALL THE TIMES I LOVED YOU
JUST A PLAY IN A GAME
I TWISTED WITH YOU, WITH YOU
I NEED TO BELIEVE YOU
SACRIFICED ALL THE LIES WE MADE UP
HOW WE KISSED
THEN WE MADE OUR WISH TO THE END
TO THE END

[REPEAT CHORUS]

TIME MADE ME CONFIDE IN YOU
SO CONTRIVED WERE THE WORDS YOU SOLD ME
NOW NOTHING CAN SWALLOW
THE FEELING SO SHALLOW INSIDE


Fyrirsögn

Er ekki komin tími fyrir nýja færslu.... júbb júbb held það bara..

Hmm jæja hvað er mín svo búin að gera síðan síðast..

Já ég og Kjartan fórum út að borða þarna 12 ágúst í tilefni að kjartan er orðin árinu eldri. Fórum sem sagt út að borða á Vox á Nordica hotel. Djö var það gott mmm... en þegar við komum sáum við gaurinn sem býr í kjallaranum hjá okkur og vildi svo til að hann er yfirþjónn þarna á Vox, við fengum kampavín og sonna á meðan við biðum eftir matnum og svo setti hann saman fyrir okkur matseðil sem voru 9 léttir réttir og alltaf nýtt og nýtt vín með hverjum rétt... þetta var geggjað gott.. en við vorum soldið vel í glasi þegar við löbbuðum út hahaha svo fór hann og hitti vini sína og ég fór í party til Hönnu Rúnar.. sem stóð stutt.. ákvað að drífa mig í bæinn gay pride og sonna.. ég sem sagt endaði á Nasa þar sem ég hitti fullt af fólki, sumt alveg ofur hýrt hahaha bara gaman að þessu...

Sunnudagurinn fór í mega þynnku ojjj... svo var bara vinna og vinna og vinna.. er gjörsamlega búin á því eftir síðustu viku zko! Var að vinna alla helgina líka!! En á laugardaginn var menningarnótt. Þannig að við skötuhjúin ákváðum að rölta niðrí bæ þegar ég var búin vinna, Kjartan voða sætur og kom heim með litla flösku af hvítvíni handa mér mmmm en þegar við vorum komin niður laugarveginn þá var ég farin að finna vel á mér það var hvítvín gefins í annari hverri búð sem við kíktum í marr!!

Við kíktum á tónleika með fræbblunum og megasukk sem var bara ágætt, held samt að kjartan hafi skemmt sér betur en ég.. en þetta var alltílæ... horfðum á flugeldasýninguna, voða rómó.. vorum svo komin heim fyrir 2 því ég átti nátla að fara að vinna á sunnudeginum, og vá hvað ég var þreytt á sunnudeginum, smá þynnka en aðalega þreytt..

Svo er ég í fríi í dag.. aaa hvað það er gott..Fór og pantaði nýtt debetkort.. mitt orðið verulega þreytt zko. já og svo fæ ég nýja mynd thank god! gamla myndin er hræðileg einsog mug shut og það er ekki grín. var búin að fá alltof mörg komment á það í hvaða fangelsi þessi mynd hafi verið tekin hehehe...svo byrjar skólinn hjá mér í fyrramálið bara gaman að því ;)

En jæja er að hugsa um að reyna að gera e-ð....


Ég lærði nýtt orð!

Já einsog magga benti á þá gleymdi ég að segja ykkur frá þegar löggan stoppaði okkur fyrir norðan! jii ok.. við vorum sem sagt að leita að góðum stað til að leggja bílnum fyrir lokahátíðina..  vorum bara þarna í makindum okkar að rúnta um og leita að stæði.. svo stoppum við bílinn og erum e-ð að skoða svæðið, ég sem sagt að horfa útum rúðuna farþegameginn. Þegar ég lít svo til hliðar er löggubíll stopp við hliðina á okkur.. mér brá smá.. ég skrúfaði niður rúðuna og löggukonan bauð góðann daginn og segir svo "Það er púnterað að aftan hjá þér"  ég bara ha??? og hún sagði þetta aftur.. ég bara jiii þetta hljómar einsog það sé e-ð geggjað að bílnum.. leit á möggu og löggukellu til skiptis og hún endurtók alltaf þetta púnterað dæmi.. svo loks sá hún að ég skildi þetta ekki og sagði... það er loftlaust að aftan... úfff.. afhverju sagði hún það ekki strax marr.... ég hélt að það væri e-ð major mikið að bílnum marr.. jiiii þessir Akureyringar.... En það er sem sagt komið nýtt orð í orðaforðann minn.. púnterað hehehe þetta orð hljómar asnarlega.. hey ertu púnteruð hahahahaha... púnteringin hjá þér er ekki nógu góð hahahahaha

Ehmm.. jæja best að halda áfram að taka til.....


Verslunarmannahelgin!

Já þetta var svaka stuð..

Brunaði norður með Ársæli á fimmtudaginn og svo á föstudaginn lögðum við af stað. Planið var að fara á Siglufjörð og vera þar eina nótt og fara svo á Akureyri. Við fórum sem sagt á Siglufjörð en stoppuðum bar í ca klst hjá langömmu hans Ársæls og brunuðum svo á Akureyri. Þar sem magga er komin með æfingarleyfi, fékk það á föstudeginum, var ég skráð sem leiðbeinandi hjá henni og hún fékk að keyra alveg helling.. var ekkert voða sátt fyrst.. soldið mikið stressuð ehmmm... en hún keyrir bara ágætlega þessi kelling.. þrátt fyrir hörð mótmæli frá Ársæli litla hehehe

En já við komun á Akureyrir og fundum fjölskyldu tjaldsvæði fyrir ofan tjarnaskóg, tók okkur um klst að tjalda tjaldinu.. hehehe það var frekar fyndin sjón hehe

Það var gert alveg helling um helgina, hlustað á böns af tónleikum, röllt helling, farið í bíó, skoðað jólagarð, og já farið á lokahátiðina... ætluðum að fara heim á mánudeginum en eftir lokahátíðina á sunnudeginum langaði okkur bara heim.. þannig að það var brunað uppá tjaldsvæði og hent öllu draslinu í bílinn og lagt af stað heim.. en við stoppuðum fyrst í sjoppu og keyptum okkur heilann helling af magic hehe.. enda voru samræðurnar á leiðinni heim heldur skondnar hahaha  komum á hvammstanga um kl 4 um nóttina.. úfff marr var líka orðin vel þreytt zko.

Svo á mánudaginn komum við Ársæll í bæinn aftur... voða gott að komast attur í rúmið sitt aaaa..

Er svo í fríi þangað til næsta mánudag.. mmm ljúft... skellti mér á hárgreiðslustofu í dag Hlæjandi Ég er ekki lengur með rennislétt hár.. tíhí.. lét setja í mig permanett.. er samt ekkert með neinar lambakrullur zko.. bara liði.. kemur bara djö vel út mar...

Svo næstu helgi verður líka fjör.. kjartan á ammli á sunnudaginn þannig að á laugardaginn ætlum við í kínverskt nudd og svo út að borða á vox, en ég gaf honum í skóinn í fyrra gjafakort í nuddið og svo áttum við gjafakort á vox.. tilvalið að nota þetta núna...

En jæja... það eru komnar nýjar myndir inní albúmið mitt...

Hérna eru myndirnar frá því um helgina:   http://public.fotki.com/CrazyBiatzh/verslunarmannahelgin/

og hérna eru myndir af nýja dúinu mínu:  http://public.fotki.com/CrazyBiatzh/my_new_hairdo/



Útilegur...

Jahá ég komst að því í dag að ég þarf að fá mér stærri bíl ef ég ætla að gera það að vana mínum að ferðast e-ð um landið!!! Kom reyndar öllu dótinu mínu fyrir í bílnum...en svo kom ég norður og fattaði það nátla að magga átti eftir að setja allt dótið sitt og ársæls í bílinn... úbbosí.. þannig að það var ákveðið að bítta um bíl við múttu hennar möggu.. þannig við verðum í subaru station í þessari ferð okkar... nóg pláss Glottandi 

Ferðin norður gékk bara vel.. er reyndar komin með alveg uppí kok af fólki sem er að fara í "útilegu" með heimilin sín með sér!! Meina vá hvað er að landanum.. ef það er ekki stærðarinnar tjaldvagn þá er það annað hvort stærðarinnar fellihýsi eða huge hjólhýsi... og sumir eru að keyra á venjulegum fólksbílum með þessi líka þvíumlík flikki aftaní.... og annað hvort er verið að keyra alltof hægt.. því bíllinn höndlar ekki meiri hraða með flikkið aftaní.. eða alltof hratt þannig að marr er skíthræddur að keyra fyrir aftan þetta drasl! Hvað varð um gamaldags tjald útilegu.. að komast í smá snertingu við nátturuna, grilla á ferðar kolagrilli.. og já bara tjaldútilegu! Íslendingar eru orðnir alltof nýungagjarnir og lífgæðakapphlaupið farið að ganga útí ofgar finnst mér... 

En ég ætla zko í gamaldags útilegu um helgina.. tjalda tjaldi sem ég hef aldrei tjaldað áður og gera mig að algeru fifli við að tjalda því hehehehe nota svo 1490kr kola ferðagrillið sem ég keypti í Byko til að grilla pylsur Brosandi og svo hlýja mér á nokkrum lögum af fötum og teppum ef verður kalt í veðri...

En jæja best að drífa sig í háttinn... langur akstur framundan á morgun... over n out 


Ferðalög...

Jæja þá er bara mjög stutt í það að ég leggi af stað norður.  Er að klára að pakka niður og sonna..

Var vakin kl 10 í morgun þegar símin hringdi og á línunni heyrðist í Ársæli.. Begga ertu ekki að fara að koma og ná í mig.. gegt sætt zko hehe

Þannig að ég drullaði mér á lappir og náði í hann.. sofnaði reyndar aðeins aftur ehmm... en já núna erum við bara að gera allt tilbúið til að leggja í hann.. 

Planið er.. so far.. rúlla á Hvamstanga í dag og gista eina nótt, á morgun verður svo rúllað á Siglufjörð þar sem verður gist í eina nótt og svo líklegast brunað á Akureyri á laugardaginn.. vonum bara að veðrið verði okkur hliðholt!

En jæja best að halda áfram að pakka niður... 


Helgin

Já þetta var zko snilldar helgi Hlæjandi

Var komin norður um 3leytið og þá var bara skellt sér á rúntinn og skoðað bæinn og gá hvort e-ð hafi breyst síðan síðast.. svo var auðvitað ekki.. svo var farið heim til möggu og eldað góðann mat mmm.. svo þegar kl var um hálf átta þá lögðum við af stað uppí Borgarvirki, en við skelltum okkur lengri leiðina og fórum allan Vatnsneshringinn.. bara gaman að koma þangað aftur. Ég reyndar leifði möggu að keyra því gellan er víst komin með æfingarleyfi..LOKSINS!!! en ég var nú soldið smeik ehmm með henni í bíl haha en svo þegar ég tók aftur við að þá keyrði ég næstum útaf hahaha.. ekkert alvarlegt en við hlóum mikið að því...

Svo vá marr... Borgarvirki og Ragga Gísla.. þvíumlík góð blanda! Þetta var þvíumlíkt magnaðir tónleikar zko úff.. svo þegar þeir voru búnir þá var skellt sér í bílabíó.. sem var gegt cool.. myndinni varpað á vegginn á íþróttahúsinu og talið af myndinni bara sent út á útvarpstíðni klikkað sneddi... fórum að sofa um kl 2 gjörsamlega búin á því.. og Ársæll litli orðin þvíumlíkt pirraður greyið.

Svo daginn eftir var sofið til hádegis.. aaa það var gott.. svo var e-ð húllum hæ þarna sem við kíktum á og vorum komin aftur heim um 5leytið... en þá barasta duttum við öll út og sváfum til að verða 9 zko!! jiiii... en þá kom mamma hennar möggu og náði í Ársæl svo ég og magga gætum haft okkur til fyrir ballið Glottandi

Það var geggjað stuð á ballinu zko...hitta fullt af fólki sem marr hefur ekki séð bara í mörg mörg ár zko.. og jiii... ok það voru nú álítlegir karlmenn þarna sem marr var að njóta að horfa á en gvuð minn almáttugur! Þegar ég komst að því að þessir gaurar hefðu verið þúst bara 5 ára eða e-ð þegar ég flutti af staðnum þá bara shit!! þurfti zko að fara og fá mér í glas til að jafna mig á því marr.. úffff zko...

En svo var vaknaði í smá þynnku daginn eftir.. ekkert sem ég réði ekki við.. og lagt af stað um 5 leytið í bæinn.. ég hafði ferðafélaga suður því Ársæll kom með mér í bæinn aftur... það var fínt bara... reyndar gerði ég þau mistök að gefa honum ís í borgarnesi hahaha og hann var vel klístraður og sætur þegar við komum í bæinn hehehe.

En svo fer ég víst bara aftur norður á fimmtudaginn... þá er nátla komið að útilegunni Brosandi 

En já vá hvað ég var pirruð í gærkveldi! Ok það voru tónleikar með Sigurrós á miklatúni í gærkveldi.. ok fínt hjá þeim að halda útitónleika sem kostar ekkert inná.. en þeir stóðu til um hálf eitt í nótt og það var einsog þeir væru bara að spila í bakgarðinum hjá mér!! Og NB ég fíla engann veginn tónlistina þeirra... þannig að ég var orðin frekar pirruð þegar þeir loksins hættu þessu væli! Meina kommon! Gátu þeir ekki haft þetta á laugardagskveldi.. fullt af fólki hérna í kring sem þurftu að vakna snemma í morgun til að fara í vinnu! Svoldil léleg tímasetning finnst mér! Öskrandi

En jæja nóg af blaðri er að hugsa um að fara og kúra hjá kallinum í sófanum....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

My so called life!

Höfundur

CrazyB
CrazyB
Cogito ergo sum!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Fólk

Verslunarfagfólk

Minning

Litlu sætu börnin

Vinir og kunningjar

Blogg hjá vinum og kunningjum..

Nýjustu myndir

  • 3
  • 5
  • 6
  • 4
  • ...dsc00332

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband