Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 30. mars 2007
HALLLÓÓÓ!!!
ÞEIR SEM KÍKJA HINGAÐ INN
VILJIÐI VERA SVO VÆN AÐ KVITTA FYRIR YKKUR
BARA SVONA SVO ÉG VITI HVER ÞIÐ ERUÐ
OG SIGURGEIR!!! KVITTAÐUR NÚ EINU SINNI FYRIR ÞIG!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
I AM THE CHAMPION!!!
Vá þvíumlík víma!! I did it... ég er búin... og ég gerði þetta frábærlega vel!! Var zko að drepast úr stressi og var næstum búin að líða yfir mig á fyrstu 2 glærunum... Eeeennnnn skjávarpinn var bilaður og það var svona ice braker að einn gaur úr lagnadeildinni kom og lagaði hann og það var svona gantast í honum á meðan...
Svo bara brilleraði ég!!! Ég er zko að drepast úr stolti af sjálfri mér og mjög ánægð með mitt Svo er Pétur líka voða stoltur af mér og Rúnari fannst þetta mjög gott.. og líka Björn og Sólveig.. þau sem mátu mig...
Í dag verð ég fljótandi um vinnuna í sigurvímu!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. mars 2007
SSSSSTTTTTTRRRREEEESSSSS!!!!
Jább jább ég er komin í stresskast!! Lokaverkefnið er á morgun! Námskeiðið mikla er á morgun gott fólk...
Dísus og mig er búið að vera að dreyma undanfarnar nætur að ég sé að klúðra þessu feitast!! Og svo eru allir byrjaðir að benda á mig og hlæja að mér og þá fatta ég að ég er nakin!!! Talandi um að vera pínu stressuð dísus!
Jámm og jæja.. ég hlýt að hafa þetta af.. þetta er ekki nema 1,5klst! Ef ég klúðra þessu þá tekur þetta fljótt af hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Allir að svara takk ;)
1.Hver er þú ?
2. Erum við vinir ?
3. Hvenar hittumst við fyrst ?
4. Ertu hrifin af mér ?
5. Langar þig að kyssa mig ?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það:
7. Lýstu mér með einu orði:
8. Hvernig leist þér á mig fyrst þegar þú sást mig ?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig ?
10. Hvað minnir þig á mig ?
11. Ef þú gæti gefið mér eitthvað, hvað myndi það vera ?
12. Hversu vel þekkiru mig ?
13. Hvenar sástu mig síðast ?
14. Hefur þig einhverntíman langað til að segja mér einhvað en ekki getað það ?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
I cant make up my mind!!
Jæja já.. jedúdda mía.. úfff... ég held ég sé bara um það bil að fara að draga umsókn mína fyrir deildarstjórann til baka... held ég sé spenntari fyrir því að vera inní sýningarsal...
Meina þetta hefur bæði kosti og galla en ég held að kostirnir við sýningarsalinn séu fleirri en kostirnir við deildarstjóra stöðuna... Ég fýla mig bara mjög vel inni í sýningarsal, er þar í dag, og þetta er þvíumlíkt fjölbreytt og krefjandi. Hitt er nátla líka krefjandi og ýmsar góðar ástæður fyrir að vilja það.. En það sem er svona mesti munur er að í sýningarsalnum þá er ég ekkert að vinna við að lyfta hevy flísapökkum eða að vinna í múrnum og skítnum.. allt miklu hreinna og auðveldlegra líkamlega hérna. Ég get komið í fínum gallabuxum í vinnuna án þessa að eyðileggja þær með múr og ryk ógeði...
Ajjj ég veit ekki... þetta er allt svo hrikalega loðið hérna...
Hvað á ég að gera????? Endilega segið mér ykkar skoðun!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 17. mars 2007
STRRREEEEENNNGGGIIIIIIRRRRR!!!!
Það er laugardagur í dag og ég að vinna í gólfefnadeildinni, sem væri ekki frásögufærandi nema hvað að í gær fór ég í tíma hjá einkaþjálfaranum mínum og gvuð minn almáttugur!! Það er þvíum líkt sárt að þurfa að afgreiða fólk með flísar... flísarpakkar eru ekkert léttir zko og vá hvað mér er illt í öxlunum og höndunum og upphandleggjunum
Eeeennnn þetta eru góðir verkjir.... þá veit ég allavegana að þetta er að virka hjá henni Verð bara að láta mig hafa það svona rétt á meðan líkaminn er að venjast þessu sprikli aftur..
En jæja jámm ætla að fara að vinna fyrir kaupinu mínu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Jæja já!!!
Já ég setti hnefann í borðið í dag!! Fékk ekki alveg þá niðurstöðu sem ég vildi en málamiðlanir voru gerðar
Zko vegna manneklu á þjónustuborðinu, enginn ennþá fundist sem getur leyst mig af, þá verður hann að pína mig lengur.... en þar sem ég er að fara að byrja hjá einkaþjálfara á morgun (kl 8:15) og tímarnir hjá henni miðast við að ég sé á 10-19 aðra vikuna og svo 8-18 hina vikuna, þ.e byrja kl 8:10 eina vikuna og svo 18:30 hina vikuna, þá fæ ég að fara kl 6 þessa daga sem ég er í þjálfun en redda þeim hina dagana...
Og mér skildist á öllu að í næstu viku ætti e-ð að fara að gerast.. bæði þá varðandi þjónustuborðið og líka í sambandi við hvort ég fari inní gólfefnadeild eða sýningarsalinn... Það er alveg ágætt að vera á þjónustuborðinu eeennn ég er komin með ógeð að vera alltaf til að verða hálf 8 á kveldin það er svona það sem ég er mest óánægð við þetta allt saman.....
En þetta er orðið skárra nú þegar þar sem ég fæ að hætta kl 6 í næstu viku þarna 3 daga...
Hmm... reyndar fæ ég að hætta kl 13:00 á föstudaginn hehehe því bekkurinn minn er að fara í vísindaferð kl 15:00 í orkuveituna og svo bekkjarparty eftir það.. úff þessi dagur verður sko sannkallaður flöskudagur jiiiii.... Er að hugsa um að fá einkaþjálfarann minn til að taka á móti mér þarna kl 13:30 ef hún getur og svo bara DJAAAAMMMMMM.... en ef hún getur það ekki þá sleppi ég bara að drekka í vísindaferðinni og sleppi bekkjarpartyinu og fer á æfingu og svo í ammlið til hennar Hönnu Betu minnar En hvað sem ég geri þá verður þetta væntanlega magnaður föstudagur ;)
En jæja best að fara að hafa til ræktardótið..... og svo fara að knúsa koddann minnn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. mars 2007
KOMIN MEÐ NÓG!!!!
Já gott fólk ég er komin með svoleiðis uppí kok af þessu helv þjónustuborði að það hálfa væri nóg!!! Ég á 4 daga eftir hérna... og ekki fucking deginum lengur... nú set ég zko hnefann niður!
Rúnar sagði allavegana áðan að ég fengi að vita í þessari viku í hvaða deild ég færi! Ég ætla rétt að vona að hann standi við það.... er orðin þreytt á að tyggja sömu tugguna ofaní þessar stelpur og hlusta á sama röflið daginn út og daginn inn í þessum kúnnum!
URRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR
Aaaaaa gott að geta blásið út sona endrum og eins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 9. mars 2007
Halló gott fólk
Frekar lítið að frétta bara...
Er að lita á mér hárið í þessum skrifuðum orðum... aðeins að hverfa aftur til ljóskunnar hehehe
Já svo er ég og Ásdís að fara að skreppa á x-factor í kveld... magga mín vann miða en gat nátla ekki notað þá því hún er jú 200km í burtu þannig að hún gaf mér þá... intresting að upplifa þetta life.. en ég myndi nú aldrei fara á þetta nema að hafa fengið gefins miða.
Var í fríí í dag.. þreyf bílinn minn gegt dugleg zko, og svo er ég líka í fríi alla helgina
Fæ vonandi að vita í næstu viku hvað verður um mig hjá Byko.... sýningarsalurinn eða deildarstj gólfefnadeildar... spennó marr.. er sátt við báðar niðurstöðurnar.. held samt að ég endi inní sýningarsal.
Annars er voða lítið að frétta.. lokaverkefnið gengur bara stór vel alveg að fara að klára það.. klára það 28.mars og skólinn bara alveg að vera búinn... úfff hva tíminn líður hratt
Það eru 2 mán og 1 dagur í Þýskalands ferðina.. orðin frekar spennt fyrir henni zko
Já svo eru bara litlar 2 vikur þangað til Jóhann mín verður 25ára... sem þýðir að það eru 18 dagar og 7 mánuðir í 25 ára ammlið mitt... er nú samt að hugsa um að halda uppá það í ágúst.. nenni ekki að halda uppá það að vetri til!!
En jæja hausinn á mér er held ég barasta að soðna þannig ég ætla að fara að skola litinn úr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Update...
Já datt í huga að koma með smá update hérna...
Já ég var sem sagt veik í síðustu viku.. hitinn fór þarna á þriðjudagskveldið og ég mætti í vinnuna á miðvikudeginum... mikið rosalega eru börn einhæf í dag!!! Það var nátturulega öskudagur á miðvikudaginn og ég fékk vægast sagt ógeð á lögunum gamla nóa og bjarnastaðar beljurnar!! jiii í alvöru zko hvað var um frumleg heitin...
Það gerðist svo sem ekkert merkilegt í síðustu viku... bara vinna skóli borða læra sofa dæmi.. svo síðustu helgi var ég í fríi.. laugardagurinn fór í það að sofa frameftir og læra... gott að sofa aaaa.... róleg bara á lau kveldið.. bara kúrað uppí sófa með kallinum og horft á dvd. Á sunnudaginn fórum við hjúin á smá rúnt...kolaportið og kaffihús en fórum svo heim í kósýheit... reyndi að læra en heilinn á mér var ekki í standi til þess.
Gærdagurinn var álíka spennandi.. vinna og læra... en í dag.... í dag tók ég þá ákvörðun að sækja um starf deildarstjóra gólfefnadeildarinnar og sótti um það! Mér langar rosalega í þetta starf en heimurinn mun ekki farast ef ég fæ það ekki.. því ég fæ góða stöðu ef ég fæ það ekki.. Mestu máli skiptir fyrir mig að ég hafi allavegana sótt um starfið.
Núna þessa dagana er ég bara að einbeita mér að lokaverkefninu mínu og reyna að bæta upp tímann sem ég er komin eftir á með það... þyrfti samt aðeins fleirri klst í sólarhringinn minn.. En ég er vonandi að hætta á þjónustuborðinu sem þýðir það að ég er ekki að vinna til kl hálf 8 öll kveld.
En jæja best að fara að vinna fyrir kaupinu mínu... er í sýningarsalnum í dag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Efnið, frjáls vilji og guð
- Klögumálin ganga á víxl
- Konur eru enn reiðar þrátt fyrir dóminn
- Dýrt eða ódýrt í Kópavogi?
- "STRÍÐSÓÐA" KÚLULÁNADROTTNINGIN ALVEG AÐ MISSA SIG......
- Æskupáskaminningar
- Verjum Hafnarfjörð og Garðabæ strax
- Staðreyndir og trú. Er hann upprisinn?
- Um páska
- Ambögur og Herfustjórn