Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Helgin og Hor!!
Jamm helgin var barasta helvetti fín.. allavega fyrri hlutinn af henni!
Var að vinna á laugardaginn til kl 4, en frá 2-4 þurfti ég að standa í búðinni og kynna safapressu.. skólaverkefni.. þetta er eitt það ömurlegasta starf sem ég hef nokkurn tíman kynnst.. "má bjóða þér að smakka nýkreistann appelsínu safa beint úr pressunni" jiii geri þetta ekki aftur...
Allavegana þegar ég var komin heim þá lagði ég mig í ca klst og svo fór ég að hafa mig til fyrir kveldið, u know.. sturta, greyða mér og mála mig og dressa mig upp... svo kom ásdís um kl 7:30 og sótti mig. við fórum svo og sóttum jóhönnu og brunuðum heim til ásdísar. Þar gerði ég mínar frægu tartalettur og ásdís gerði e-ð sona burito snarl. Svo settumst við fyrir framan imbann og horfðum á Eurovision og drukkum hvítvín mmmm... Eftir Eurovisoin, og 5 flöskur af hvítvíni, lá leið okkar niðrá Nasa að djamma með Pál Óskari. Við skemmtum okkur alveg konunglega. Svo þegar við vorum allar búnar á því fórum við á nonna bita og svo heim.
En daginn eftir í staðinn fyrir þynnku þá var bara hor!! ojjj.. Ég sem sagt vaknaði með hálsbólgu, kvef og hita Er ennþá að jafna mig og það er þriðjudagur.... ég er að vona að hitinn verði farinn í kveld svo ég geti farið í vinnuna á morgun!
En ég er í frekar miklum bömmer að missa af salkjötinu og baununum í vinnunni! Djö langar mér í saltkjöt og baunir... Nennir einhver að koma með til mín saltkjöt og baunir???
Aj best að fara að snýta sér....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Árshátíðin og fl...
Jamm og jæja þið viljið víst fá að vita hvernig árshátíðin var...
Já sem sagt dagurinn byrjaði bara rólega hjá mér... ég kíkti í kringluna og í bakarí og keypti góðgæti handa okkur kjartani. Svo fór ég í sturtu og klæddi mig í róleheitum og um kl 4 fór ég svo uppí breidd í förðun í boði Rúnars.. þar voru nokkrar kellur í förðun, þar var í boði ávextir og kampavín.. bara þvíumlík flott heit hjá verslunarstjóranum okkar og við allar mjög ánægðar með þetta framtak Jæja svo þegar ég var búin í förðuninni fór ég heim og kallinn var að hafa sig til... svo hringdum við á taxa og brunuðum niðrá brodway, en fordrykkurinn var þarna í ásbyrgi.. litla salnum á brodway. Jæja svo byrjaði árshátíðin og maturinn.. maturinn var mjög góður, skemmtiatriðin voru helvetti góð og ég man eftir öllu sem gerðist... vúhú!! Ég tók smá snúning við bæði mömmu og pabba hennar ásdísar það var bara gaman.. svo var marr bara að spjalla við hina og þessa.. kíkti aðeins með kjartani niðrí bæ en entist bara í hálftíma vegna þreytu.. komin heim fyrir kl 3!
Aðalslúðrið.. jón valberg, gaur sem var að hætta hérna í breiddinni, missti sig og flippaði vel yfir um. Haddi og Rúnar, aðst og verslunarstj, sýndu snilldar danstakta sem voru teknir uppá video og eru núna í dreifingu um fyrirtækið hehe. E-r gaur var rekin útaf staðnum eftir mikla leit að honum vegna þess að hann var að smygla inn sínu eigin áfengi, ekkert óvanalegt þar. Já og svo var e-u pari hent út fyrir að ríða inná klósettinu.. erum að reyna að fá staðfest hverjir voru þar á ferð! Ég þurfti að láta Eggert þykjast vera reiðann pabba minn til að losna við e-n gamlann kall sem ég hef aldrei séð en gat ekki látið mig vera!! Já þá held ég að það sé bara komið...
Bara helvetti góð árshátið...
En mikið asskoti hlakka ég til næstu helgi þá er zko Tres amigas djamm vúhú!! The 3Fabs is going on the town
Ég og stelpurnar ætlum sem sagt að hittast og horfa á úrslitin í ísl eurovision og skella okkur svo á nasa þar sem palli spilar fyrir dansi.. úúúújeeeee
En jæja best að fara að reyna að vinna fyrir kaupinu sínu hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Árshátið á morgun vúhú!!
Jebb jebb djamm á morgun... outfittið reddý og brunkan komin
vikan er búin að líða frekar hratt... vinna, skóli, sjúkraþjálfun, læra, ljós, borða, sofa... thats about it.. jú fór í neglur til mundu í gærkveldi
Ég var í fríi í dag.. fékk nú samt ekki að sofa nema til 9.. var mætt kl 9:45 í sjúkraþjálfun, svo eftir hana fór ég í ljós og fór svo og sótti Jóhönnu. Hún hjálpaði mér að tæma kompuna af öllum flöskunum sem voru komnar þar inn og svo skruppum við í kringluna og fengum okkur að borða og svo fórum við í nokkrar búðir.. skruppum svo aðeins í Byko. Svo bara heim.
Kjartan er búin að vera að passa litlu bræður sína í allt kveld... ég er orðin soldið einmanna... vil alveg að hann fari bara að drífa sig heim kallinn zko
Ætti að vera að læra.. er bara komin með ágætis ógeð af þvi.... þannig ég ætla bara að sleppa því þangað til á mánudaginn.. hef gott af smá lærdómspásu held ég barasta!
En jæja er að hugsa um að tékka á því hvort kallinn fari nú ekki að koma heim...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Jæja jámm og jájá
Já gaman að þessu.. eða e-ð.. er inní sýnigarsal núna.. vægast sagt að mygla úr þreytu!! Var að vinna alla helgina og svo læra frameftir öll kveldin, voða gaman... NOT. Þarf nebbla að klára heimavinnuna fyrir næstu viku líka því það er náttla árshátið næstu helgi og þar af leiðandi verður ekki mikið lært þá helgi hehe..
Já talandi um árshátíðina.. fékk bolinn minn flotta á föstudaginn.. fór næstum að grenja þegar ég ætlaði að máta hann hann passar ekki!!!! djö ansk helv spik!!!! Ég þarf sem sagt að fara í þessari viku og finna mér einhvern bol.. vona bara að ég finni e-n annars fer ég bara á helv túttunum!!!
Gæti reyndar verið ef ég verð súperdugleg í þessari viku að ég geti skroppið norður á föstudaginn, er nebbla í fríi þá, og komið aftur á laugard. En það er bara ef ég næ að klára allt sem þarf að klára fyrir þennan blessaða skóla!!
Annars er allt ágætt að frétta.. er byrjuð í skjúkraþjálfun hjá gaur sem heitir Raphael.. og hann er bara fjall myndalegur Reyndar er getur hann verið algert pain master zko þegar hann fer að teigja mig og beygja... shit hvað það getur verið vont!!
En jæja held ég fari á wcið.. það eru 45 mín þangað til ég fer í mat og stefnan er tekin á kringluna!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Lalalalala
Jæja smá leti í blogginu ehmm..
Síðasta vika var bara helvetti fjlót að líða.. vinna skóli læra borða og sofa.. það er bara lífið þessa dagana!
Síðustu helgi var mín í helgarfríi..aaaa.. það var gott... á laugardaginn var bara tekið því rólega.. skroppið aðeins í kringluna með litlu systu og svo bara haft það kósý heima.. fékk mér hvítvínsglas og lærði
Svo á sunnudaginn var mín voða dugleg.. ég tók íbúðina í gegn og lærði alveg helling.. voða rólegt samt bara... gott að hafa svona rólega helgi. Svo næstu helgi er ég að vinna alla helgina og helgin á eftir það er árshátíðin vúhú.... Ég er bara svo skíthrædd um að passa ekki í outfittið mitt að ég er komin í nammi-gos-brauð bann þangað til.. og á morgun ætla ég að kaupa mér kort í slendertone og ljós.. bara svona til að vera stinn og brún hehe
Svo verður kallinn minn líka flottur.. magga ætlar meir að segja að reyna að sauma bindi á hann úr sama efni og bolurinn minn er.. svona svo við verðum í stíl skötuhjúin..
Svo var ég svona að láta mig dreyma um að leigja herb á hotel ísland.. fordrykkurinn er nebbla á brodway í e-m sal bakvið húsið eða e-ð álíka.. væri frábært að geta haft sig til í róleg heitum á herberginu og rölt svo bara niður og svo rölt upp eftir og haft það rómó
Er í tölvutíma núna... powerpoint... er eiginlega ekki að nenna þessu finnst einsong ég sé 5 ára þegar kennararnir eru að tala við mig!!!
En jæja frímó..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Helgin...
Jamm og jæja.. þessi helgi var alveg ágætlega ljúf..
Fórum í þorramat á föstudaginn eftir vinnu til tengdó, það var alveg ágætt, svo var kveldinu eytt í það að læra.. oh hva ég er dugleg hehe
Á laugardaginn var ég svo að vinna til kl 4 og eftir það fór ég í kringluna að versla í matinn og kaupa bubble bað handa kjartani, í tilefni bóndadagsins en við ákváðum að fresta honum um einn dag. Ég sem sagt kom heim og lét renna í bubble bað og kveikti á ilmkerti og sendi kallinn í bað á meðan ég byrjaði að elda, í forrétt var sniglar og e-ð sona tilbúið gums sem var gegt gott, svo var ég með sterka kjúklingavængi og karteflubáta og mozarella stangir og svo ís í eftirrétt.. mmmm þetta var gegt gott. svo höfðum við það bara kósý fyrir framan imbann.
Í dag skellti ég mér svo í kringluna með Pálmeyju, fórum að versla afmælisgjöfina fyrir Freystein en hann verður einmitt 20 ára í næsta mánuði.. úfff hva tíminn líður hratt!!!
Svo er ég svona að reyna að tíja mig í það að læra.. nenni þvi ekki.. nennti frekar að taka til heldur en að læra hahaha en jæja verð víst að klára þetta!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 17. janúar 2007
LOKSINS LOKSNINS!!!
ÉG VIL ÓSKA HENNI MARGRÉTI HELGU TIL HAMINGJU AÐ VERA LOKSINS KOMIN MEÐ BÍLPRÓFIÐ!!
TIL LUKKU KELLA
Þessi er alveg fullkominn fyrir þig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Í leikskóla er gaman það leika allir saman lalalal
Jamm og jæja.. sit í tölvutíma í skólanum.. er að læra um power point.. eða reyndar er sagt rifja upp þekkingu mína í power point... marr orðin soldið riðgaður hehe
En já síðasta helgi..
Á föstudeginum komu stelpurnar sem sagt í heimsókn, ég var búin að hafa til osta og hvítvín og pate og búin að kveikja á kertum og hafa allt gegt huggulegt Við sem sagt sátum og átum og drukkum freyðivín og hvítvín og blöðruðum af okkur raddböndin liggur við... djö hafði ég saknað þess að blaðra sona yfir góðu hvítvíni.
Já og svo fórum við niðrí bæ á Hressó dönsuðum aðeins og spjölluðum meira og svo um kl 4 fórum við á Nonna bita mmmmmmm sem var rosalega gott mmmm Kjartan kom þangað og við fórum þaðan bara heim.
Ég vaknaði daginn eftir rétt eftir hádegi bara furðu hress.. enginn þynnka en frekar þreytt. Laugardagurinn var bara leti dagur. Á sunnudaginn vaknaði ég um hádegi líka og við hjúin skruppum niðrí bæ og skruppum í kolaportið svo fórum við og fengum okkur gegt góða súpu á Asíu og svo fórum við í búð og svo heim. Áttum bara notalega kveldstund heima.
Svo var nátla bara vinna í gær og einsog ég sagði þá er ég í skólanum núna. Næsta helgi fer ég að vinna á laugard til 4 og eftir það og á sunnudaginn mun ég vera yfir bókum mínum og reyna að byrja á þessu blessaða lokaverkefni mínu. En í lokaverkefni mínu mun ég búa til og halda þjónustunámskeið!!! Jiii hvernig í ansk datt mér þessi vitleysa í hug
En jæja best að fara að fylgjast með!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Gleymdi smá..
Já ég sem sagt gleymdi að síðasta laugardag þá komu Ársæll og Magga í heimsókn og ég eldaði mjög góðann pastarétt handa okkur Það var æði að fá þau í heimsókn.. og ekkert smá hva gutti er komin með mikinn orðaforða marr.. já tíminn líður hratt.. Vildi samt að þau byggju nær þannig að marr gæti hitt þau oftar
Já magga.. það kemur bara í ljós um helgina hvaða dót pabbi þinn kemur með hehehe
Já svo kom magga með nýja flotta bolinn minn sem hún var að sauma.. hann er bara geggjaður.. að vísu var hann aðeins of lítill... ehmm... en hún er að laga hann núna og hann verður frumsýndur þann 10.feb en þá er einmitt árshátið byko snilld að eiga sona vinkonu sem getur saumað á mann það sem manni vantar en finnur ekki neinstaðar hehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Gleðilegt nýtt ár.. ehmm...
Jájá smá leti í blogginu undan farið en ég mun fara hratt yfir sögu...
aðfangadagur: lúllað til hádegis, dundað sér og farið svo til tengdó í mat og tilheyrandi. Fengum margar góðar gjafir.. takk fyrir okkur allir.
Jóladagur: Tjill dauðans, mín eldaði í fyrsta skipti hamborgarahrygg... sem bragðaðist ljúffengslega þegar hann var loks tilbúinn.
Annar í jólum: meira tjill, elduðum hangikjet og buðum vin hans kjartans í mat, eyddi nóttinni að knúsa wcið...
27.des: mætti í vinnuna þar sem ég hélt áfram að knúsa wcið og fór heim um hádegið...
28-29. des: vinna
30. des: Fór og keypti mér 2 buxur, planið var svo ostar og hvítvín og djamm með blöndalinum, en greyið var lasin, fór á smá bömmer en fann aðra vinkonu mína sem var á leiðinni á Nasa á ball með í svörtum fötum, hafði mig til rúllaði nirá nasa, fékk simtal frá vinkonu minni, hún var á leiðinni heim vegna ölvunar. Ég sem betur fann kunningja stelpu mína og djammaði af mér rassinn takk...
31. des: smávæginleg þynnka, komst yfir það og fórum í mat til litlu systu, mmmm mjög góður matur, fórum á með þeim og horfðum svo á skaupið,, sem var ekkert spes, fórum svo rétt fyrir miðnætti til systur hans kjartans og vorum þar í róleg heitunum til kl 2, þá var farið heim að lúlla.
1. jan: leti dauðans bara.
2. jan: Talning... unnið í 15.5klst frekar búin á því,, ipodinn góði vígður.
3-9 jan: vinna ekkert spes að gerast.
10. jan: Er í fríi í dag, búin að taka aðeins til í íbúðinni og er á leiðinni í búð að versla í matinn, bara góð afslöppun og ekkert stress...
Svo er planið á föstudaginn að ég, dísa og jóhanna hittumst hérna heima og fáum okkur hvítvín, freyðivín og osta og solleiðis gúmmelaði.. mmmm... hvort það verði e-ð meira veit ég ekki.. veit bara að ég hlakka til að hitta þær.. voða langt síðan síðast...
Skólinn byrjar á morgun, það eru 13 dagar og 3 mánuðir þangað til skólinn er búinn.
Svo eru 4 dagar og 4 mánuðir þangað til ég fer til Þýskalands. vúhú..
En jæja farin í búðina...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)
- Hnattvæðingin er lokin
- 48% grunar að Covid faraldurinn sé ásetnings gjörningur
- Gleðilega páska á flekamótum
- Bæn dagsins...
- Í tilefni af PÁSKUNUM sem að eru í dag og fjalla um UPPRISUNA: "KRISTUR ER UPPRISINN":
- Ég er upprisan og lífið
- Utanríkisráðherra fórnar framtíðinni
- Efnið, frjáls vilji og guð
- Klögumálin ganga á víxl