Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 24. desember 2006
Jólin eru á morgun gott fólk!!
Jáhá tíminn líður hratt!!
Þorláksmessan var góður dagur... svaf frameftir mmmm það var mjög gott
Svo fórum við skötuhjúin aðeins í búð og svo á pakka rúnt... fórum sem sagt með fullt af pökkum sem við áttum eftir að skila af okkur.
Svo röltum við nirrí bæ, geggjuð stemmning í bænum. Fengum okkur gott að borða og smá hvítvín með.. svo röltum við aðeins um og settumst inná kaffihús og fengum okkur kaffi... svo var ég skilin eftir á meðan kjartan hljóp í e-a búð að kaupa skógjöfina mina.. ég er vægast sagt að deyja úr forvitni þessa stundina!! Svo röltum við heim.. mjög hressandi ganga..
En núna er marr bara að slappa af og njóta stundarinnar... og farin að velta fyrir sér hvað er í öllum þessum jólapökkum sem eru undir trénu mínu hehehe
Er að hugsa um að fara að flatmaga uppí sófa...
GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN!!
HÓHÓHÓ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 22. desember 2006
Ekki á morgun.. heldur hinn!!!
Jæja já einhverjir að kvarta vegna bloggleysis! en þar sem ég er komin í jólafrí þá er víst komin tími til að bulla e-ð hérna!
Jamm ég er búin að skreyta.. víííí.. búin að gera allt fyrir jólin víííí.... þannig að ég er bara í afslöppun! Er að bíða núna eftir því að myndavélin verði búin að hlaða sig... ætla að taka myndir af stofunni.. hún er voða kósý núna! ætla svo að setja þetta inná myndasíðuna mína..
Hmm.. var að enda við að pakka inn gjöfinni hans kjartans... já og skógjöfinni líka... ég hlakka mest til jóladags zko.. við verðum bara 2 heima og mín ætlar að gerast svo góð og elda hamborgarahrygg í fyrsta skiptið á ævinni... mmmmmmmm..... það verður aðfangadagurinn minn, verð nebbla hjá tengdo á aðfangadag og hún er alltaf með kalkún... sem mér finnst.. já... EKKI JÓLALEGT!!!
Já núna er ég að bíða eftir að kallinn komi heim og sjái stofuna... hann hefur ekki hugmynd um að ég sé búin að skreyta hehehe
Jæja þá er myndavélin búin að hlaða sig.. og ég búin að taka myndir.. nú er ég bara að downloada myndunum inná tölvuna..
Jæja þá er komið e-ð af nýjum myndum.. en ég læt heyra í mér attur fyrir jól... ætla að fara að slappa af uppí sófa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
*****11 dagar til jóla*****
Þessi dagur er búinn að vera unaðslegur so far
Byrjaði á því að fara kl 10 í Baðhúsið þar sem ég fékk handsnyrtingu og andlitsnudd og maska.. var þar í 2klst og mmmmmm þvíumlíkur unaður.. það er ekki bara nuddað andlitið heldur axlirnar líka og í handsnyrtingunni eru hendurnar nuddaðar vel og vandlega... ég er major afslöppuð núna hehe
Svo fór ég og fékk mér smá að borða og kikkti svo í búð á laugarveginum sem heitir Hallbera, voða skrítin kelling sem var að afgreiða þar hehe, en ég átti e-n aflsáttar miða á skartgripum hjá henni þannig ég keypti jóla og afmælisgjöf fyrir systu þar og handa mér keypti ég einfalda eyrnalokka með bleikum steinum
Svo skrapp ég í mjóddina í Olympia þar sem ég keypti mér gegt þæginlegan vinnubrjóstarhaldara og crrraaazzzyyy flott rautt sett, svona jóla
Svo skrapp ég í gæludýrabúðir til að leita að sona katta tjaldi, ætla að gefa krúsa mínum solleiðis í jólagjöf.. en það er bara uppselt allstaðar og kemur ekki fyrr en eftir helgi.. bömmer...
Svo kom ég hingað heim til að fá mér smá snæðing og er ég núna á leiðinni í brunkumeðferð og fer svo í klippingu.... jiiii hvað ég á eftir að vera sæt og fín á morgun
Já svo á morgun verðum við gólfefna liðið klikkað flott á því.. öll með eins jólabindi.. ég gaf öllum solleiðis í fyrra og við ætlum að halda í þessa hefð á jólunum.. audda þaut ég útí tiger og keypti eins bindi fyrir nýju strákana.. oh við verður SVO flott hehe
En jæja brunkumeðferð og klipping..... cccyyyyaaaa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 10. desember 2006
*****14 dagar til jóla*****
Vá ég er svo fjölhæf að ég er í 2 deildum í dag! Ég er hlaupandi á milli sýningarsalarinns og árstíðardeildarinnar.. og þá meina ég hlaupandi!! Er ein í sýningarsalnum.. again.. og svo er fáránlega lítið af fólki í árstíðardeildinni.... allir aukastarfsmenn nátla í prófum... Var samt í 3 deildum í gær! Gólfefnadeildin bættist við þá líka... Jiii sp um að klóna mig bara hahahaha
En já ég er á 14 degi í röð og orðin fucked up þreytt... shit hva ég get varla beðið eftir miðvikudeginum!
En jámm... voða lítið annars að frétta.... búin að kaupa allar gjafir nema 2... búin að pakka flest öllum gjöfunum inn... svo næstu helgi verður tekið til og skreytt pínu... bara gaman að því...
En já það er verið að kalla á mig úr árstíðardeildinni þannig að ég verð að hlaupa!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. desember 2006
*****15 dagar til jóla*****
Jæja já.. það er nú ekki mikið búið að gerast síðan síðast....
Er að vinna 13 daginn minn í röð!!! Og verð búin að vinna 16 daga í röð þegar ég fæ 1 dag frí... en mikið verður sá dagur ljúfur... fékk nebbla í ammlis gjöf gjafabréf í andlitsnudd og maska og ætla ég að fara kl 10 í það og fá mér handsnyrtingu í leiðinni gera mig sæta fyrir jólin... svo er ég sona að spá hvort ég eigi að fara í brunkumeðferð.. á einhvern afsláttar miða á það.... langar gegt.. en ætla bara að sjá til...
Er að leysa af í mat í sýningarsalnum.... voða rólegt hérna.... annað en í Árstíðardeildinni... fer þangað eftir matinn... svo kl 4 fer ég í gólfefnadeildina!! Ég er sem sagt í 3 deildum í dag!! Og þetta verður e-ð svipað á morgun.....
Djö var að hringja og ætlaði að panta tíma í brunkumeðferð á miðvikudaginn... ennnn neiii gellan sem svaraði sagði að einsog er væri ekkert laust en ég ætti að hringja aftur á mánudaginn... ooooh! jájá ég verð bara að reyna að muna að hringja aftur á mánudaginn..
En jæja verð víst að fara í mat!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 3. desember 2006
*****21 dagur til jóla*****
Jahá jólin eru barasta alveg að fara að skella á!!
Er í vinnuni.. á reyndar að vera í fríi en mér var bara gert það gott tilboð að ég gat ekki hafnað því fæ sem sagt frí á þorláksmessu í staðinn fyrir daginn í dag.. bara nokkuð sátt við þetta.. það versta er að ég verð að vinna 3 helgar í röð!! ooo well marr hefur nú gert annað eins áður... Sit ein og yfirgefin í sýningarsalnum og læt mér leiðast... Er orðin asskoti svöng!
Vá ok kl er bara 11:25 og mér er strax farið að hundleiðast hérna... enginn til að tala við..
En hey ég fór í gær og keypti mér nýjann síma.. bleikann samlokusíma.. klikkað cool sími zko
getið séð hann hérna: http://vodafone.is/index.php?option=com_content&task=view&id=47&Itemid=72&name=Motorola%20PEBL%20U-6
það er þessi bleiki sem sagt aftast....
jæja já.. er að hugsa um að fara að lesa slúðurblöðin!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 29. nóvember 2006
****25 dagar til jóla*****
Elllooo fólk..
Jæja helgin var fín barasta.. var að vinna á laugardaginn til kl 4 og brunaði þá heim og lagði mig.. fór svo í bekkjarparty um kveldið þar sem var mikið gaman og mikið grín hehe já. Svo var brunað nirrí bæ á skímó ball.. þar hitti ég Blöndalinn og Betuna... mikið gaman.. en gamanið endaði fljótt.. ég fór á barinn til að fá mér vatn, drakk það og æltaði að rölta nirrá dansgólfið aftur eeennnn neeeiiii.. ég flækti mig e-ð og FLAUG niður fuckings tröppurnar, svo þegar ég lenti þá varð mér á að lenda á einhverri tík sem byrjaði bara að sparka í mig á fullu! Djö var ég pirr urrr.. en allavegana ég náði að skakklappast í burtu og ætlaði að finna stelpurnar.. enn neeeiii þá var ég búin að tína þeim og mér til mikillar "gleði" uppgötva ég að síminn minn er dauður (hann datt í gólfið þegar ég datt) ekki séns að geta kveikt á honum.. þannig að þá ákvað ég bara að fara heim! Fór og náði í jakkann minn og æltaði að fara út og hringja í kjartan... en nei ennþá kviknaði ekki á símanum mínum.. þannig að ég hljóp á amster og fékk að hringja hjá sigga.. thank god for that.. náði loks í kallinn og við fórum og tókum taxa... svo í taxanum fatta ég að druslan í fatahenginu lét mig ekki fá trefilinn minn! urrrr.
Ég er með virkilega ljótan nokia síma núna því minn sími er í viðgerð.. eða skoðun réttara sagt.. ef það kostar fúlgu að gera við hann þá ætla ég bara að kaupa mér nýjann! Og þá helst bleikann hehe
Í dag og á morgun er ég svo í láni útá Byko Hringbraut. Það er víst bara böns af liði þar í fæðingarorlofi og ég er sem sagt að taka til og breyta þarna fullt af drasli, ásamt fleirra fólki.. góð tilbreyting samt... En kommon ég var e-ð að labba þarna um og skoða búðina og endalaust af fólki að labba upp að mér og byðja mig um aðstoð! NB ég var mjög svo borgaralega klædd!! Hvað er málið.. er stimplað Byko á ennið á mér eða hvað???
En já svo vinna bara næstu helgi líka.. oh ég er SVO dugleg! að vísu verður þetta bara mjög stuttir vinnudagar.. þarf að klára jólagjafainnkaupin zko!
En jæja er að hugsa um að fara að pakka inn nokkrum jólagjöfum... vííí..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 19. nóvember 2006
Allt á kafi!!!
Jahá!!! Það er allt á kafi allstaðar.. ekkert nema snjór
Í morgun ákvað ég að vera þokkalega snemma í því og fór út heima kl 10:25... og þegar ég opnaði hurðina fékk ég bara vægt sjokk! Allt á kafi í snjó... ég klöngrast að bílnum mínum en það sást bara ekkert í hann.. bara stór skafl af snjó hehehe jæja ég sona bölvaði í hljóði og tók litlu sköfuna mína og byrjaði að moka af bílnum, en mér til mikillar ánægju var þarna eldri maður með kúst sem bauðst til þess að sópa af bílnum Þegar loksins bíllinn var komin í ljós og kominn tími til að leggja af stað þá gerðist bara akkurat ekki rassgat! ég var pikkföst! En þökk sé 2 eldri karlmönnum sem voru þarna á svæðinu að ég komst í vinnuna... tók mig reyndar hálftíma að keyra í vinnuna og svo þegar ég var komin hérna fyrir utan þá tók það mig 3 atrennur að komast á staffasvæðið! Var næstum því búin að festa mig attur meir að segja.... Ætla bara rétt að vona að ég komist heim á eftir... annars eru nokkrir hérna á jeppa sem geta þá dregið mig hehe
En jamm og jæja.. best að reyna að vinna fyrir kaupinu sínu..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
IM ALIVE!!!!
Ég biðst afsökunar á þessu bloggleysi mínu!! Búið að vera brjálað í vinnuni og skólanum
En jæja þið viljið víst sögur af helginni....
Við hjúin skriðum sem sagt á fætur kl 09:30 á laugardagsmorguninn og kl 10 héldum við af stað uppí Borgarfjörð. Eftir rúmlega 1.5klst akstur áttuðum við okkur á því að við værum vilt! En á endanum fundum við þetta blessaða veiðihótel þarna í Grímsá. Eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir fengum við ljúffengan morgunverð mmmm.. svo kl 12:30 sótti rúta okkur öll og haldið var á Indriðastaði. Þar tóku 2 stæðilegir piltar á móti okkur og heeeeelllllliiiiiinnnngggguuuurrrrrr af búzi
þarna var sem sagt skipt í lið og farið í keppni. Fyrst voru æfingar til að velja 1strák og 1 stelpu úr hverju liði til að keppa á móti hinum liðunum. Ég átti sem sagt að taka drumbakastið og stígvélakastið.. gékk svo djö vel í æfingunum! svo var þarna að skjóta af boga, axarkast og bumbuslagur en Nina átti að taka það. En það vildi ekki betur til en að í helv drumbakastinu þá gerðist einhver anskotinn í öxlinni og ég var úr leik
En hún Nína stóð sig með príði og strákarnir meikuðu þetta þannig að við unnum keppnina.. ÁFRAM GULLIÐ!! hehehe en það var liðið okkar.. vorum með stríðsdans og stríðsöskur og alles.. þetta var djö gaman.. fyrir utan öxlina! En annar af stæðilegu drengjunnum sem voru að sjá um þetta er víst lærður einkaþjálfari og nuddari.. hann fitlaði þarna aðeins við mig hehehe og sagði svo jájá þú ert bara tognuð í liðböndunum.. fáðu þér bara nóg af bjór þá lagast þetta
Og þið þekkið mig.. ég fer alltaf að læknisráði
Svo var farið á Grímsá og skellt sér í pottinn mmmm það var gott.. svo í sturtu ef sturtu má kalla.. það kom ekkert vatn úr minni þannig ég var hlaupandi á milli herbergja á handklæði að ath hvort ég kæmist einhverstaðar í sturtu.. komst loks í sturtu og svo var bara dressað sig upp og farið og borðað mmmmmmm djö var þetta góður matur!!! Svo voru græjurnar bara stilltar í botn og skellt í sig dansað og sungið og haft gaman að
Svo um kl 4 fór ég uppí rúm og drapst! Svo var vaknað kl 10 daginn eftir og það var bara gengið á allt sem hægt var að ganga á!! Heilsan var vægast sagt ekki góð
Svo fórum við bara heim um kl 12! og beint uppí rúm....
Átti reyndar að fara í vöfflukaffi til pabba.. en sofnaði óvart aftur ehmm á ennþá eftir að hringja í kallinn og biðjast afsökunar á því.
Í dag var svo kynningin á lokaverkefninu hjá mér í skólanum! Hún gekk bara ljómandi vel, við stóðum okkur bara frábærlega vel öll sömul Elfa starfsþróunarstjóri kom og hlustaði á okkur fyrir hönd Byko og hún var það yfir sig hrifin af verkefninu okkar Stefáns að hún tók með sér copy af því og sýndi Ásdísi Höllu forstjóra Byko!!! Og viti menn! Ásdís Halla var það yfirsig hrifin líka að hún bara varð að koma í eigin persónu og fá að sjá manneskjurnar á bakvið verkefnin og hrósa okkur fyrir þau
Ég stóð þarna eins og fucking fífl roðnaði og blánaði til skiptis og náði að æla útúr mér þökkum... svo var hún að hvetja mig til að halda áfram á þessari braut og eitthvað og þá missti ég útur mér.. já ég mun gera það.. ég ætla mér nú að ná sætinu þínu einhvern tíman
Hún bara já endilega stefna stórt.. en leyfðu mér nú að hafa það í nokkur ár í viðbót hahahahaha bara fyndið, hún er alger perla þessa gella!
En jæja best að drulla sér í háttinn.. var að frá kl 8 í morgun til kl 22:30 í kveld og á svo að mæta attur í vinnuna kl 8 í fyrramálið! Vorum að skreyta búðina.. skreytum hús með grænum greinum fallalalala la la la la.... Adju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 9. nóvember 2006
GEISP!!!
Jæja já er hérna að mygla í stærðfræði tíma!! Kellan er að reyna að kenna okkur að nota Excel og er ég orðin vægast sagt pirruð hérna! Meina kommon þetta væri ekkert mál ef gellan hefði látið fylgja einhverjar leiðbeiningar með verkefnunum á blaði.. en neeeiii hún vill frekar labba um stofuna og kenna okkur.. við eigum ekki að bjarga okkur sjálf eða e-ð!!! Þessi kennari er zko vibba væmin.. og ég er engan vegin að fíla hana.. þannig að ég er barasta að leika mér á netinu hehehehe
Ásdís átti ammli í gær.. til ham með það.. skrapp uppí sveit til hennar í gærkveldi og fékk mér kökur og gaf henni pakka.. úff í alvöru gellan er flutt lengst uppí sveit.. hún segir að hún búi í "Kópavogi"..... Kópavogur my ass.. þetta er næstum uppí Bláfjöllum hahahahaha. En þetta var fínt... ég jóhanna og ásdís náðum að spjalla helmikið saman
Já ég er svo að fara um helgina í árshátíðarferð með Múrlínu.. fyrirtækinu sem Kjartan vinnur hjá Við eigum að mæta kl 11 á laugardagsmorgninum að Grimsá í Borgarfirði
Hef ekki hugmynd um hvar nákvæmlega þetta er!! Á laugardeginum verður sem sagt e-ð húllum hæ, held að það sé e-ð svona ævintýraferða fyrirtæki sem tekur á móti okkur á laugard. Svo þegar það er búið verður farið þarna á hótelið og slakað á í heitapottinum áður en marr fer og hefur sig til fyrir dinnerinn
Hef reyndar ekki grænan gvuðmund um í hverju anskotanum ég á að vera í.. en ég hlýt að redda því í tíma.
Já talandi um það.... pabbi gamli á ammli í dag! Og er gaurinn 60.ára Já allavegana í tilefni að kallinn er orðin gamall!! þá ætlum við systkinin að taka gaurinn út að borða á A.Hansen. En pabbi gamli hefur ekki hugmynd um það hehehe
Pálmey systir ætlar að fara með köku til hans í hádeginu og svo sækir hún hann kl hálf 6 og bara skipar honum að fara heim í sturtu og svo eigum við að vera mætt kl 19:00 á A.Hansen.. svaka fjör bara
En jæja er að hugsa um að fara í frímínútur.. út að reykja!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"
- Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)
- Hnattvæðingin er lokin
- 48% grunar að Covid faraldurinn sé ásetnings gjörningur
- Gleðilega páska á flekamótum