Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
AAARRRGGGG!!!
Ég var búin að skrifa alveg heila *blíp* ritgerð þegar ég rak mig í einhver helv takka og allt þurkaðist út!!!!!
Jæja en þetta var það helsta...
Erum alveg flutt og búin að koma okkur svona 97% fyrir. Bara smá drasl hér og þar sem á eftir að ganga frá og svo kemur borðstofuborðið mitt ekki fyrr en eftir 10vikur (þeir sem eru farnir að spá í ammlis gjöf handa mér þá langar mig í inneign í húsgagnahöllinni eða rúmfatalagernum hehe) Þetta er frábær íbúð í alla staði. Rúmgott svefnherb með góðum skápum, rúmgóð stofa, lítið og nett tölvuherb, lítið en rúmgott wc með góðum skápum, eldhúsið minna en í drápuhlíð en meira skápa pláss. Svo er þetta nálta ekkert niðurgrafin jarðhæð með sérinngangi og þvottaaðstöðu í íbúðinni.. þetta er zko bara draumur í dós!!!
En já svo er það svona það helsta.. á mánudaginn varð kjartan minn 34 ára.. og sama dag byrjaði ég að vinna aftur eftir sumarfrí!!! Dagur nr 2 var í dag og ég er vægast sagt uppgefin... erfitt að byrja að vinna á fullu aftur zko
Svo er ég að vinna alla helgina.. fæ reyndar kannski að fara kl 14:30 á laugardaginn þar sem Þórey systir er að láta skíra litlu skvísu.. bíð spennt eftir að vita hvað hún á að heita!!
En jæja nóg í bili... farin að flatmaga í sófanum...
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Værum skotmark Trumps
- Kyrrstöðustjórn kemur til þings
- Kverkatak
- Fréttirnar eru leiðinlegar, horfum á kvikmyndir:
- Flokkur fólksins með allt niður um sig
- ÞÓ SVO AÐ MÍNIR MENN HAFI UNNIÐ LEIKINN, ÞÁ VERÐA ÞEIR AÐ FARA AÐ NÝTA FÆRIN BETUR
- Dósasöfnun DúnuToggu
- Mættum við fá meira lystrán
- Djúp lægð?
- Banatorfur
Athugasemdir
Til hamingju með flutningana, eruð þið að kaupa?
Og já, Makinn minn er semsé jafngamall þínum manni.
Maja Solla (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:46
Til hamingju með að vera flutt Þú ert ekki eins og við Jóhanna sem viljum mennina okkar unga og spræka djók! En já spurning hvort maður kíki ekki bara í heimsókn í kvöld.... Bjalla í þig á eftir!
Ásdís (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 12:31
ungir og sprækir eru góðir en einnig eru gamlir og REYNDIR menn ágætir líka ;) ekki að ég viti hvort þinn sé reyndur... og vil helst ekki vita mikið um svoleiðis.... já ok! changing the subject!!!!!!
til hamingju með kallinn og þið að vera flutt ! :D kiss kiss
Jóhanna (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 17:07
Til hamingju með kallinn Já og til hamingju með að vera loksins flutt, var Kjartan jafn duglegur að henda eftir að við ársæll kíktum á ykkur???
Magga (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 17:12
hey vá til hamingju með nýju íbúðinna ég fékk nú bara 1 sinni að sjá inní ´hina en hvaða hvaða til hamingju
Hjördís (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 20:08
Maja - nei við erum bara ennþá að leigja.. já 73 árgangurinn er bestur
Ásdís- takk takk... hmmm er ennþá að bíða eftir bjallinu hehe.. ungur og sprækur vs eldri og reyndari... endri og reyndari fyrir mig takk
Jóhanna- júúú ég veit að þig dauðlangar að vita allt um það hahaha.. takk fyrir innlitið í kvöld
Magga- já marr hann henti alveg hellings mikið marr.. hann bjó liggur við í sorpu í síðustu viku haha
Hjördís - hehe þú verður bar að kíkja í heimsókn næst þegar þú ert í bænum.. uve got my number u know!!!
CrazyB, 15.8.2007 kl. 23:06
Kannski ég komi bara með dízu skvízu með mér í smá kaffi til þín á mánud, hvernig hljómar það????
Magga (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 17:00
Magga það hljómar bara asskoti vel.. er búin að vinna kl 6 þá....
CrazyB, 16.8.2007 kl. 21:58
Já vonandi verðum við ekki farin úr bænum þá, við þurfum víst báðar að mæta í vinnu á þriðjudögum, reyndar er nú spurning núna hvort að Diza komist með, þar sem að Kjartan rauk með Katrínu á fæðingadeildina í gær og svo kom stelpa hjá þeim í nótt.
Magga (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.