Sunnudagur, 9. september 2007
Wazzup
Jæja já.. ekki mikið búið að gerast undanfarið hjá mér.
Bara vinna vinna og aftur vinna....
Var í fríi í gær og í dag.. djö er það ljúft... fór í nudd í gær því bakið var að drepa mig.. Hélt ég ætlaði í rólegt og afslappandi nudd.. eeeennn neeeeiiiii sagði gellunni þegar ég pantaði að ég væri að drepast í bakinu og hún skráði mig í:
Shiatsu: Japanst listanudd, þrýstipunktanudd og teyjur, losar sérstaklega m háls, axlir, bak og mjaðmir. Mjög nákvæm og djúp meðferð sem skilar árangri. Æskilegt að vera í léttum fötum
Þetta var klikkað vont marr þegar á þessu stóð.. en gerði vægast sagt kraftarverk!! Bakið á mér er hundrað sinnum betra!!
Svo átti ég pantaðann tíma í klippingu á Skjöldur 101 (hárgreiðslustofan hans Skjaldar Eyfjörð) var búin að ákveða að gera einhverja geðveika breytingu.. og viti menn þessi maður er snillingur.. ég er sem sagt með svart hár með rauðum strípum hér og þar.. bara klikkað flott!! svo klippti hann líka flottann topp á mig og sonna... ég er bara ánægð með þetta ;)
En svo í kveld þá ætla ég og pabbi gamli að skella okkur í leikhús.. ætlum í Borgarleikhúsið á Lík í óskilum.. hlakka til að gera það..
Svo er það bara vinna á morgun og já ætli ég verði barasta ekki að vinna næstu 3 helgar.. talningarnar eru að byrja!!! En jæja er að hugsa um að fara að ákveða í hverju ég ætla að vera í kveld og solleiðis....
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
er ekki málið að taka mynd og setja hér inn svo við getum séð hárið??
Jóhanna (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 20:22
Er ekki málið bara að kíkja á mig Jóhanna mín og sjá þetta með eigin augum ;)
CrazyB, 10.9.2007 kl. 18:17
hey mig langar að sjá mynd, ég get ekki bara kíkt í kaffi
magga (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:55
Mig dreymdi í nótt að þú hefðir hringt í mig og spurt mig hvort ég gæti ekki mætt í vinnuna um helgina. Ég varð mjög reiður og sagði: "Ekki hringja í mig" og skellti svo á þig.
Þú veist að ég er í Nottingham. Hringdu í mig rétt fyrir jól, ég skal mæta þá, en bara á kvöldin þegar það er ekkert að gera:)
HeiðarS (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:52
vissirðu að sunneva heitir hlín að seinna nafni en ekki hlíf
gurrý (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:00
ég skal alveg taka eitthvað af vinnunni hjá þer ég er að rotn herna heima.... ég er bara í afleisingum og ég kann ekkert að vera í fríi.... eru að vinna um helgina eða á að mæta í réttir??svo er ball með dalton á barnum
diza (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:10
Hjördís: Já blessuð vertu það vantar fullt um helgar hjá mér.. getu fengið vinnu hérna um hverja einustu helgi og e-ð á virkum dögum líka Já því miður er ég að vinna mig langaði svo í réttir!!!! Gurrí.. já ég fattaði þetta og er búin að breyta því.. takk fyrir ábendinguna.
CrazyB, 14.9.2007 kl. 11:45
Hvernig væri að koma með nýtt blogg?? Blogghringurinn tekur of stuttan tíma þegar fólk er svona óduglegt
Ertu búin að heyra hverjir verða á Players um helgina? þú ættir nú að dusta rykið að tjúttskónum og skella þér á ball haha... Ég er búin að henda mínum tjúttskóm því að ég held að þeir séu löngu dottnir úr tísku og munu nú ekki vera mikið notaðir á næstunni þar sem "líf" mitt saman stendur nú bara af misskemmtilegum bókum þessa dagana!
Sjáumst um jólin
Ásdís (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.