Föstudagur, 12. október 2007
Loksins ný færsla!!!!
Já og kominn tími til!!!
Jæja Amsterdam ferðin.
Fimmtudagur: farið á fætur (með treg) kl 4:00. Brunað uppí flugstöð og flogið kl 7:55. Lent í amster kl 15:10 að staðar tíma. Komið uppá hótel hent. Herbergið ekki tilbúið þannig að við geymdum töskurnar og fórum á Hard rock að fá okkur að borða. Eftir matinn fórum við og fengum herbergislyklana, skiptum um föt og rölltum um. Fundum okkur ítalskan stað og fengum okkur klikkaðar pizzur! Fórum svo snemma í háttinn.
Föstudagur: Sofið til hádegis. Röllt á írskan pöbb og fengið sér að borða súpu sem var asskoti góð. Svo röltum við í bæinn og kíktum í nokkrar búðir. Ég keypti mér 2 hettur peysur... (verslaði ekki mikið) svo var bara bærinn skoðaður.Um kveldið var svo farið með öllum hópnum á e-n ítalskan stað sem var búið að panta borð fyrir okkur á. Staðurinn var vægast sagt troðinn og þjónustan ekki uppá marga fiska.. forrétturinn og eftir rétturinn voru frábærir en aðalrétturinn var vibbi. Ég átti að fá nautasteik en hún var búin í húsinu þannig í staðin fékk ég e-ð kjöt sem bragðaðist einsog lifur!! svo bað ég um auka sósu og þá kom hann með sósu í súpudiski og ekki einu sinni sömu sósu og ég bað um pfffff... Svo var farið á á e-n skemmti stað.. sem var ömurlegur.. þannig að við röltum uppá hótel.. með mörgum drykkjar stoppum... og fengum okkur í glas þar áður en við fórum í háttinn.
Laugardagur: Sofið til hádegis. Súpa á írska pubbnum. Röllt í Van Gogh safnið og svo rölt bara um bæinn þar sem ég fann gegt sætann kjól til að vera í á árshátíðinni. Kl 17:00 var hringt og við minnt á að hittingurinn væri eftir hálftíma.. við hlupum á methraða uppá hótel (komum uppá hótel kl 17:25) og ég var tilbúin kl 17:45!! asskoti snögg þar. Svo var farið hinum megin við götuna á flottann veitingarstað og þar sem við héldum árshátíðar kveldið... geggjaður matur marr.. mikið drukkið mikið gaman. Svo áttum við að fá sér herbergi á staðnum eftir matinn en það herb var ekkert herb bara barinn á staðnum og ekki einu sinni nóg sæti fyrir okkur öll.. þannig að við fórum yfir á hótel barinn og fórum þar í happdrætti og sonna.. svo var mín bara orðin asskoti drukkin þannig að mín fór að lúlla uppúr 2!
Sunnudagur: sofið til hádegis. súpa á írska. Ákváðum 4 að fara í rauða hverfið þannig að það var tekið taxa þangað.. mikið hlegið að gluggunum og nokkrum sinnum sagt ojjj yfir feitum kellum um 50 í undirfötunum einum. Ákváðum svo að skella okkur á Live sex show.. sem ég var í byrjun mjög mótfallin.. en þar sem marr gerir svona aðeins einu sinni þá ákváðum ég að ég yrði að sjá þetta.. jæja og þetta var ekkert spes.. hundleiðinlegur strippdans og frekar bara já ömurlegar ríðingar uppá sviði... pfff.. en marr er allavegana búin að sjá þetta. Svo um kveldið var farið að borða á ítölskum stað.. bestu pizzur sem ég hef smakkað.. svo snemma í háttinn.
Mánud: vaknað snemma.. farið heim!!
Þriðjud: vaknað seint.. þvegið og gengið frá eftir ferðina.
Miðv: Mætt í vinnu og unnið einsog mófó
Fimmtud: Vinna vinna vinna
Jahá þá er það komið.... reyni að skrifa oftar...
Um bloggið
My so called life!
Tenglar
Frændfólk
Myndirnar mínar
Fólk
Verslunarfagfólk
Minning
Litlu sætu börnin
-
Litli guðsonur minn
Sætasta barn ever.. -
Litli hans Barkar
Löggimanns sonur -
Sandra Fanney
Sæta litla frænka mín
Vinir og kunningjar
Blogg hjá vinum og kunningjum..
- Gamli bekkurinn minn
- Ragna
-
Lind
Lindin -
Glaumgosarnir
vitleyzingar -
Heidar
Heiðar á útopnu -
Magga
Súpermamman magga
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Sem sé svona ef að maður tekur aðalatriðin úr ferðinni þá er það, borða, sofa, drekka og já rölta
En já, það er ágætt að það var gaman. Svo bara vinna eins og mófó þar til næsta ferð verður.
Magga (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 12:34
oj live sex show hljómar ekki rosa vel
en gaman að það var gaman
Jóhanna (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:38
Ásdís (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.